Shot by Alexandra Ribar
Ég elska að uppgötva nýja hönnuði sem veita mér innblástur, nýja instagram síðu til að followa sem fyllir mig af innblæstri og gleði, dásamleg vörumerki sem hafa þetta „extra“ sem veitir heimilinu hlýleika og sjarma.
Ég uppgötvaði fyrir skömmu innanhúsarkitektinn Leanne Ford og bróðir hennar Steve Ford, en þau vinna í teymi og eru með skemmtilega þætti sem hægt er að nálgast á youtube sem bera heitið Restored with the Fords.
En lesum okkur aðeins til um hana Leanne
Leanne Ford er Innanhús arkitekt frá Pittsburgh. Hún hlaut verðskuldaða athygli þegar hún gerði upp gamlan skóla og breytti í fallega íbúð í heimabæ sínum.
Þetta var fyrsta verkefnið hennar og þar sást greinilega hennar stíll en hún notar mikið „white on white“ í hönnun sinni. Hún hefur fengið mikla umfjöllun í þekktum tímaritum fyrir sinn einkennandi stíl sem kom henni svo sannarlega á kortið.
Leanne er fædd árið 1981 og starfaði lengi í tískuiðnaðinum en ef þið kíkið á þættina þá sjáið þið hversu smekkleg og töff hún er oft í klæðaburði.
Afslappaður og persónulegur stíll hennar höfðar mikið til mín, en ég uppgötvaði hana fyrst þegar ég var að horfa á þætti á netinu sem kallast Rock the block þar sem nokkrar konur sem allar eru innanhús arkitektar keppast við að gera upp gömul hús.
Ég tók saman nokkur ráð frá henni Leanne sem ég vil deila með ykkur um hvernig hægt er að breyta heimilinu með mjög lítilli fyrirhöfn, lítum á þau:
Þetta vita flestir en ódýr og fljótleg lausn er að mála heimilið, það gjörbreytir stemmingunni og heildarlookinu í rýminu, gaman að eyða einni helgi í að mála og sjá svo útkomuna en hún mun svo sannarlega veita heimilinu ferskt útlit og mun veita þér meiri gleði.
Leanne vill meina að við eigum að mála hvítt, já eitthvað annað en hefur verið í tísku undanfarið en Leanne er þekkt fyrir að velja mjög mikið hvítt á heimilin sem hún gerir upp, en auðvitað fer það allt eftir óskum kúnnana hennar líka. og þeirra persónulega stil sem hún nær að draga fram með hverju verkefninu sem hún tekur sér fyrir hendur,
Hún segir að þú getir ekki klikkað með hvítri málningu, hvítt er tímalaust og það lætur allt líta út fyrir að vera betra og ferskara.
Annað einfalt ráð er að skipta út ljósunum, ljósin skipta miklu máli í rými og herbergið breytist svo mikið.
Leanne vill líka meina að bæta við náttúrulegum efnum inn á heimilið geri fólkið sem býr þar meira afslappað.
Þegar hún talar um náttúruleg efni þá er hún að meina viðarborð eða viðaráferð í húsgögnum og grænar plöntur.
náttúruleg efni eru að verða sífellt vinsælli í innanhúshönnun sem fær fólk til að verða afslappaðra í hönnun.
Hún segir okkur einnig að bæta inná heimilið vintage hlutum eða húsgögnum. Við erum ekkert að tala um að ofhlaða. Þó að það sé ekki nema einn fallegur gamall stóll sem þú erfðir eða fannst á nytjamarkaði.
Oft er svo skemmtilegt þegar hlutirnir á heimilinu hafa einhverja sögu að segja.
Vintage hlutirnir gefa heimilinu meiri karakter og sál. Þessir einföldu hlutir eru einfaldir í framkvæmd ekki vanmeta þá.
Fallegt heimili sem Systkynin gerðu upp. Fallegt statement ljós og smá rustic fílingur.
Önnur góð ráð sem Leanne gefur er að setja nýja mottu í rýmið hún getur gjörbreytt rýminu og gert það hlýlegra.
Leanne segir stíl sinn vera „easy minimalism or warm minimalism“ og ráðleggur hún fólki að hafa hlutina einfalda.
Á hverju ári koma hönnuðir með ný trend sem allir verða að fylgja, hún ráðleggur fólki að hætta að fylgja trendum vegna þess að þau koma og fara svo hratt.
Hannaðu fyrir sjálfa þig engan annan. margir breyta heima hjá sér eftir trendum hverju sinni eða hvað móðir, vinkona, tengdó eða aðrir mæla með að þú eigir að gera. Vissulega er gott að fá ráð frá öðrum ef maður hefur enga hugmynd um hvað eigi að gera en oftast er best að fylgja innsæinu.
Við verðum líka að hugsa að hönnun er listform það sem þér þykir flott mun vinkonu þinni ekki endilega þykja flott og það er bara allt í lagi.
Leanne segir „að ef þú elskar það ekki ekki setja það inn í húsið þitt. Enginn lifir í húsinu nema þú“
Lokaráðin hennar er að taka áhættur, byrja smátt taka eitt herbergi fyrir í einu safna pening og fara í næsta herbergi. Og það er allt í lagi að þróa hugmyndirnar áfram meðan á framkvæmdum stendur, ekki líða illa yfir því. Hún segir sjálf að hún breyti oft um skoðun þegar hún gerir upp heimili fólks.
Leanne og bróðir hennar að vinna saman í þáttunum Restored with the Fords.
Ég er persónulega mjög hrifin af stílnum hennar og elska að sjá hvað hún geirr í þáttunum en þá má nálgast hér: https://www.youtube.com/results?search_query=restored+with+the+fords
Þátturinn þar sem hún gerir upp heimili bróður síns finnst mér mjög skemmtilegur og flott útkoma. Gaman að sjá hversu mismunandi stíla Leanne getur gert. En ég mæli eindregið með að kíkja á þættina og fyllast innblæstri fyrir næsta verkefni heimilisins. https://www.youtube.com/watch?v=Mgnhyre7Kv0
mynd frá heimili Steve Ford bróður leönnu.
Ég vil ekki setja of margar myndir hér inn af verkefnunum hennar en mæli frekar með að horfa á þættina og sjá hvernig heimilin eru fyrir og eftir. Alveg stórkostlegar og skemmtilegar breytingar hjá þeim.
Þangað til næst!