Skilmálar
Íslensk heimili

Almennt
Íslensk heimili áskilja sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar eins fljótt og hægt er. Ef það kemur fyrir að varan sé ekki til á lager og birgðastaða röng að einhverju leyti, þá biðjumst við velvirðingar á því og bjóðum uppá endurgreiðslu eða hvort að kaupandi vilji bíða eftir vörunni. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Íslensk heimili bera samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutning. Þegar verslað er fyrir 12.000 kr eða meira þá er varan send heim að dyrum að póstinum en ef kaupandi er ekki heima þá fer hún á næsta pósthús. Þegar verslað er undir 12.000 kr þá getur kaupandi valið hvort hann vilji sækja vöruna í Verslun okkar í Ármúla 42. Eða fá vöruna senda gegn sendingarkostnaði sem eru 690 kr. Athugið að varan er þá send á næsta pósthús í þínu hverfi, og getur kaupandi nálgast pakkann sinn þar. Ef hann vill hinsvegar fá vöruna senda heim að dyrum þegar verslað er undir 12.000 kr þá borgar kaupandi 1200 kr í heimsendingarþjónustu. Athugið að pósturinn bíður ekki upp á heimsendingu heim að dyrum í öllum bæjarfélögum. Það er á ábyrgð kaupanda að athuga það áður.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Íslensk heimili með spurningar á islenskheimili@islenskheimili.is.

Sérpantanir
Athugið að allar þær sérpantanir sem eru gerðar fyrir viðskiptavini er ekki hægt að hætta við eða endurgreiða. það sama gildir líka um sérpantanir á blómaskreytingum og krönsum.
Allar sérpantanir eru greiddar að fullu fyrirfram. afhendingartími er misjafn eftir því hvort varan sé til á lager erlendis eða ekki, og hversu langur framleiðslutíminn er. Við reynum alltaf eftir besta megni að fá vöruna sem fyrst til landsins.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Upplýsingar um fyrirtæki:

Íslensk heimili
Ármúli 42 108 Reykjavík Sími: 7772683
islenskheimili@islenskheimili.is

Reikningur
Banki:133  HB:26  Reikningur:200655
Kt: 620618-1520