Einsog mörg ykkar þá elska ég að fá innblástur af instagram, og get eytt dágóðum tíma þar inni.
Það sem ég elska mest er að uppgötva nýja instagram síðu sem veitir mér ferskan og skemmtilegan innblástur bæði fyrir heimilið mitt, verslunina og vörur sem ég vil hafa fáanlegar í versluninni.

Um daginn datt ég inná  https://www.instagram.com/frisze_blik/  en hennar stíll einkennist af minimaliskum boho stíl myndi ég segja. Allt voða hvítt og ljóst sem er í raun andstæðan við það sem gengur og gerist núna. En hún notar einnig mikið af náttúrulegum efnum einsog hörpúða, grófa potta, við og járn. Þó að ég myndi ekki sjálf vilja hafa heimilið mitt svona og instagram síðan virðist einsleit þá mæli ég með að þið rennið hægar yfir síðuna og takið eftir öllum litlu smáatriðunum hjá henni. Því hún er með margar góðar hugmyndir.

Ég er að elska borðið. En þetta eru búkkar frá ikea (fást bara d.gráir hér en alveg hægt að spreyja) svo er gömul fulningahurð sett ofaná. Rustic og töff.

Persónulega myndi ég hafa fleiri grænar plöntur og smá lit með. En ég er alveg að elska hvítt núorðið og held að hvíti liturinn snúi von bráðar aftur. Æj hann er bara svo tímalaus og ferskur ertu ekki sammála?

Lítum á fleiri myndir og fáum hugmyndir…

Hér sést glitta í smá grænar plöntur en þær lífga alltaf mikið uppá heimilið.

Sjáið þið hvernig hún blandar mismunandi efnum saman? mjög náttúrulegir litir sem maður fær aldrei leið á.

Hér er gömul hurð nýtt sem borð, bara sett gróf stór hjól undir, en það er nóg úrval af þeim í Bauhaus.

Ég elska þessa stóru grófu potta. En við fáumsvipaðar týpur í verslunina í febrúar 2020.

Það þarf ekki alltaf að hengja myndir upp. Flott að mála gamla ramma og setja myndirnar í, gefur rýminu meiri karakter.

Þarna sést glitta í gamlar silfurkönnur en á móti notar hún svart tímalaust stell. Svo fallegt.

Stofan hennar er dásemd, skemmtilegt hvernig viðurinn fyrir arininn er geymdur, minnir á hálgert listaverk.

Þarna væri huggulegt að sitja og hafa matarboð, sitja frameftir og spjalla.

Flott hugmynd hjá henni að setja mynd inní luktina, væri fallegt að hafa lítið kertaglas með sprittkerti í sem lýsir upp myndina.

Notalegt og hlutlaust svefnherbergið.

Vonandi veittu þessar myndir ykkur einhvern innblástur. Einnig má heimsækja instagram síðuna hennar fyrir fleiri myndir. Linkurinn er efst.

Njótið helgarinnar!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.