Íslensk heimili
  • Allar vörur
  • Væntanlegt
  • Heimilið
    • Bakkar
    • Blómapottar
    • Blómavasar
    • Heimilisilmir
      • Áfylling og eldspýtur
      • Ilmkerti
      • Ilmstangir
      • Mirins Copenhagen mist
      • Þvottasprey
    • Heimilisþrif
    • Kertastjakar
    • Ljós og lampar
    • Mottur
    • Myndir
    • Púðar og teppi
  • Blóm
    • Pottaplöntur
    • Blómapottar
    • Þurrkuð blóm
    • Blómavasar
  • Eldhús
    • Borðbúnaður
    • Glös
    • Heimilisþrif
    • Viskastykki
  • Þvottahús
    • Mýkingaefni
    • Þvottaefni
    • Þvottasprey
  • Baðherbergi
    • Baðsloppar
    • Handsápur/líkamsvörur
    • Handklæði
      • Baðhandklæði
      • Gestahandklæði
  • Svefnherbergi
    • Rúmteppi
    • Sloppar
    • Sængur og rúmföt
    • Koddasprey og þvottasprey
    • Ljós og lampar
    • Púðar og teppi
  • Fatnaður/töskur/skór
    • Fatnaður
    • Fylgihlutir
    • Inniskór
    • Skartgripabox
    • Töskur
  • Search
  • Menu Menu
  • 0 kr.
Blogg

Algjör draumur í Svíþjóð

Svíarnir eru bara svo með þetta!

Vildi óska þess að svona falleg húsnæði fyndust her á landi. Þá er ég að tala um þennan einkennandi stíl sem við sjáum svo oft í Svíþjóð. Gamlir listar, guðdómlegur antik arin, gamlar gólffjalir og öll þessu litlu detail í íbúðunum sem gera þær svo sjarmerandi.

En kíkjum í heimsókn inn í þessa fallegu og sjarmerandi eign sem ég rakst á.

 

Hér er búið að hvítta gólfið sem mér finnst passa svo vel hérna inn. Það verður svo létt yfir öllu rýminu.

Hér væri dásamlegt að slaka á. Elska hvað allt er stílhreint og hver hlutur fær að njóta sín.

Þegar við færum okkur yfir í forstofuna þá taka dekkri veggir á móti manni og sérkennilegir borðstofustólar.

Þvílík fegurð! skrautið og hurðakarmarnir poppa algjörlega þegar veggurinn er málaður í aðeins dekkri lit.

Nýtt og gamalt fær að njóta sín í þessari íbúð.

Þessi arinn er svo sérstakur. og sjáið þið hversu töff vínstandurinn er?

 

Eldhúsið er mjög stílhreint og þessir gluggar gera svo mikið, ekki amalegt að sjá fallega ólífutréð út um gluggann.

Algjör draumur.

Herbergin eru mjög rúmgóð og draumi líkust.

Barnaherbergið

Gaman að sjá smá lit á ganginum, en samt tónar allt og passar svo vel saman.

 

Það er svo yndislegt að skoða svona fallegar myndir af drauma heimilum. Finnst þér ekki?  maður má alveg láta sig dreyma.

Á þessum skrýtnu tímum sem við erum að ganga í gegnum þá mæli ég eindregið með því að skoða innblástur fyrir heimilið á pinterest og instagram. Það eru margir sem eru að huga að heimilinu og njóta þess að gera fínt í kringum sig. Reynum að láta fréttirnar eiga sig eða allavega minnka til muna að lesa þær og hlusta. Hækkum í tónlistinn, tökum upp tuskuna og ryksuguna og dönsum við heimilisþrifin!

Slökum á og njótum þess að vera í faðmi fjölskyldunnar, brosum og hugsum til sumarsins þegar við getum baðað okkur í sólinni og andað léttar.

Rafrænt knús til ykkar kæru vinir.

 

 

 

 

 

Deila

  • Facebook
  • Pinterest
20. mars, 2020/0 Comments/by Ágústa
Share this entry
  • Share on Facebook
  • Share on Pinterest
  • Share by Mail
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Velkomin á bloggsíðuna mína Ágústa heiti ég stofnandi vefverslunarinnar íslensk heimili. Ég hef gífurlega mikinn áhuga á hönnun, plöntum, mat og fallegum vörum. Njótið þess að lesa.

Leita

Nýlegar færslur

  • Mýkt og mildir litir inná heimilið3. júní, 2021 - 5:49 e.h.
  • Happy fluffy cloud29. maí, 2021 - 8:41 e.h.
  • Svala make over7. júní, 2020 - 11:53 f.h.
  • Instagram innblástur Leanne Ford27. mars, 2020 - 11:49 e.h.

Allar færslur

Facebook

Leitaðu hér…

íslensk heimili

Heimilisvöruverslun sem bíður uppá
vandaðar vörur fyrir þig og heimilið.

Við flytjum okkar vörur inn sjálf frá
hinum ýmsu löndum þ.á.m Danmörk,
Finnland, Frakkland og Ástralíu.

Þú getur verið viss um að fá
góð gæði í vörunum okkar,
því við leggjum áherslu á vörur
úr náttúrulegum efnum sem
fegra heimilið og gefa því hlýju.

Kíktu í heimsókn til okkar í Ármúla 42.

Hafðu samband

íslensk heimili
Ármúla 42
108 Reykjavík
s: 7772683

Reikningur

Banki 133 hb 26
Reikningur 200655
kt:620618-1520

Instagram

Fylgdu okkur.
og mundu að nota
#islenskheimili
þegar þú deilir myndum
með vörum frá okkur!

 

  • Instagram
  • Facebook

Síður

Allar vörur
Heimilið
Blóm
Eldhús
þvottahús
Baðherbergi
Svefnherbergi
Fatnaður/töskur/skór
Blogg
skilmálar

 

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum. Skilmálar um vafrakökur
@Copyright - Íslensk heimili
  • Instagram
  • Facebook
Instagram innblástur helgarinnar Planta vikunnar Birds of Paradise
Scroll to top