,

Svala make over

Þá er komið að því að sýna ykkur svala make over sem ég gerði um daginn.

Ég var ekki alveg að fíla gráu steypuna sem blasti við mér þegar ég gekk útá svalirnar. Mig langaði að gera þær huggulegar fyrir sumarið en langaði bara alls ekki að kaupa ikea flísar eða setja plast mottu á svalirnar. Ég leitaði eftir innblæstri á Pinterst og Instagram og datt þá í hug snilldarlausn sem myndi ekki kosta mjög mikið, en breytingin yrði mjög mikil. Hugmyndin var að nota stóran stensil á svalirnar til að útbúa fallegt munstur yfir allar svalirnar. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú mikil vinna en þar sem ég er dundari í mér og finnst gaman að gera breytingar á húsgögnum og fleiru þá ætti ég nú alveg að geta þetta líka.

Fyrsta skrefið var auðvitað að byrja að ákveða hvernig stensil ég vildi nota, og fór ég bara á þessar klassísku síður að leita eftir stensil og fann þá flott fyrirtæki á etsy sem heitir stencilit.co þau eru með gott úrval af allskyns stenslum í mismunandi stærðum. Ég sirkaði út hversu stóran stensil ég vildi og hvernig munstur, en ég vildi ekki hafa og miklar krúsídúllur í því.

Svo var bara að panta og stensillinn kom þrem dögum síðar. ótrúlega hröð og góð þjónusta.

Næsta skref var svo að finna góða málningu fyrir ómeðhöndlaðan múr, og fékk ég góða þjónustu í málningardeildinni í Bauhaus. Málningin sem ég notaði er frá sadolin og er sérsaklega fyrir múr. Mér var sagt að ég þyrfti ekki að bera vörn yfir málninguna sem mér fannst sérstakt vegna rigningar og fleira en ákvað að bíða með það. Málningarteip og slétt, lítil málningarrúlla fengu einnig að fljóta með og næsta dag voru svalirnar skrúbbaðar vel. Mér fannst skipta miklu máli að hafa svalirnar eins hreinar og ég gat og lausar við allan sand.

Hér sjáið þið fyrir mynd af svölunum. Voða plain steyptar svalir.

 

Stensillinn lagður niður og teipað í sitthvorn endann.

 

Síðan var bara að hefjast handa. ég byrjaði í einu horni á svölunum. málningin er fljót að þorna þannig í raun skipti ekki máli í hvorum endanum þú byrjar. Ég lagði hann bara niður og teipaði endana svo að stensillinn færi ekki á flug þegar ég myndi hefjast handa. Þegar hafist er handa þá er mælt með að setja ekki of mikla málningu í rúlluna, og þegar búið er að nota hann sirka 6-8 sinnum þá er gott að skola af honum, annars safnast málningin upp ofaná plastinu og það myndast frekar þykkt lag sem erfitt er að þrífa þegar það byrjar að harðna. Trúið mér ég las ekki leiðbeiningarnar, var svo spennt að byrja og núna er málnignin föst sumsstaðar á stenslinum.

Þegar ég var búin að gera einn til tvo stensla þá var ég ekki viss með þetta en þegar það voru nokkrir komnir sem mynduðu þetta fallega munstur þá var ég ótrúlega ánægð með útlitið.

 

Hér sést munstrið mjög vel og hrá steypan fær að glitta í gegn.

 

Lokaútkoman

 

Málningarvinnan tók mig um tvo klukkutíma með smá pásu. Svalirnar eru um 8 fm og ég keypti líter af malningu en það er alveg nóg að taka minni dollu ef hún er til. Ef að stensillinn passar ekki alveg á svalirnar þá er ekkert mál að beygja hann til meðfram svölunum og reyna að rúlla í það musntur sem hægt er. Mér fannst það fallegra heldur en að sleppa því.

Það er búið að rigna aðeins á svalirnar í nokkur skipti og engin málning dofnað eða lekið af. einnig hef ég sópað svalirnar meðan það var bleyta á þeim og ekkert nuddast til. En ég held að það geti alveg verið gott að setja smá vörn yfir einhveskonar glæra vörn, þá verður ef til vill grái liturinn aðeins sterkari sem myndar bara meira contrast í munstrið.

í næstu bloggfærslu fáið þið svo að sjá þegar ég verð komin með fallegan bambus sófa sem ég er að bíða eftir. Plöntur og fleira fallegt.

Takk fyrir að fylgjast með.

,

Instagram innblástur Leanne Ford

Ég hef áður fjallað um hana leanne Ford hér: https://islenskheimili.is/god-rad-fra-leanne-ford/

En að þessu sinni langar mig að gefa ykkur innblástur frá instagram síðunni hennar, ég tók saman nokkrar myndir og setti þær saman. Mæli með að fylgja Leanne hér: https://www.instagram.com/leannefordinteriors/ það er svo gaman að skoða síðuna hennar og fá innblástur. Auðvitað eru ekkert allar myndirnar sem höfða til manns en margt sem hún gerir þykir mér svo fallegt.

Ég elska hvað sumt er mjög svart og hvítt og annað mýkra og ljósara. En leyfum myndunum að tala sem ég tók saman.

 

Hún setur inn skemmtileg quotes einsig þetta sem á vel við núna.

 

Hún blandar mikið vintage munum við nýtt í hönnun sinni. Það er eitthvað við þennan sófa sem kallar á mig.

 

Eitthvað svo töff við margar myndir hjá henni en ekki á mjög áberandi hátt.

 

 

 

Skemmtilegt saying og flott form í efri myndinni.

 

Ikea hack helgarinnar Mossdal hilla

Það hafa margir gaman af skemmtilegum ikea hack sérstaklega ef þau eru mjög auðveld í framkvæmd.
Núna eru margir heima hjá sér og eru að huga meira að heimilinu.

Þeir sem eru í einhverskonar framkvæmda pælingum þá er ég með mjög sniðugt ikea hack sem öll fjölskyldan gæti tekið þátt í. Þú færð manninn þinn í að redda plötunni fyrir þig hvort sem hún er í bílskúrnum eða það þarf að skreppa í timbursölu Bauhaus þar sem þú getur haldið hæfilegri fjarlægð frá starfsmanninum og lætur hann saga hana fyrir þig í þá stærð sem þú þarft.

Margir eiga afgangs prufu málningardollur eftir allt málningaræðið sem er búið að leggjast yfir landann undanfarna mánuði. prufudollurnar hrúgast upp og enginn veit hvað á að gera við þær. Mæli með að kíkja í geymsluna og taka fram fallegan lit og krakkarnir geta rúllað yfir plötuna.

Ef þú vilt mossdal myndahilluna í sama lit og platan sem er að mínu mati lang fallegast þá er hægt að pússa létt yfir hillurnar og mála svo.

Að lokum er svo bara að skrúfa hillurnar á plötuna á þann stað sem þér þykir fallegast. hægt er að festa hana á vegginn líka eða láta hana halla svona uppvið hann (sjá mynd)

Konan á heimilinu getur svo raðað fallegum skrautmunum í hilluna.

kosturinn við að festa hillurnar á plötu er að þá er hún færanleg, sem er mjög mikill kostur fyrir þá sem fá oft breytingaræði á heimilinu.

 

Hér eru tvær settar saman.

 

Hér er hillan sem ég gerði fyrir nokkrum mánuðum.

 

Þeir sem nenna ekki að sækjast eftir plötunni í Bauhaus og láta saga hana fyrir sig í rétta stærð og vita nákvæmlega hvar þeir vilja hafa hillrunar.
Þá er einnig mjög smart að taka bara einn vegg, oft er einn svona veggur á heimilinu sem enginn veit hvað á að gera við, mála hann í fallegum lit og pússa yfir mossdal vegghilur og mála í sama lit og veggurinn. Svo er hægt að raða fallegum tímaritum, bókum og punti. Það er líka ákaflega fallegt að hafa smá kertaljós í hillunum.

 

Grár veggur og gráar hillur undir bækur.

Einfalt og tímalaust

svartur veggur með svörtum hillum er líka töff.

Vonandi höfðuð þið gaman af þessu ikea hacki helgarinnar.