Mýkt og mildir litir inná heimilið

Ég ætla að færa mýkt og milda liti inn á heimilin ykkar með þessari bloggfærslu. Einsog margir hafa tekið eftir er sand liturinn afar ráðandi í heimilisvöruverslunum í dag. En margir mála líka heimilin í þessum róandi jarðlit.  Hann passar við allt og er alls ekki of frekur.

Þar sem ég er nýbyrjuð að blogga aftur þá ákvað ég að einblína meira á vöruúrvalið okkar og kynna ykkur fyrir því. Við erum með svo margt fallegt og glæný vörumerki sem sjást yfirleitt ekki hér heima. Þeir sem hafa komið í verslunina til mín og tekið smá spjall vita að ég pikka alveg sérstaklega út þær vörur og merki sem ég sjálf kolfell fyrir. Oft eru það vörurnar sem hafa eitthvað extra sem ég hef góða tilfinningu fyrir að munu falla í kramið hjá mínum viðskiptavinum. Margir spurja líka hvernig finnuru þessar vörur, en ég segi að oft koma þær bara til mín á einhvern hátt. Hvort sem ég sé glitta í eitthvað í sjónvarpsþætti, instagram, pinterest, bloggi og oft á tíðum man ég bara hreinlega ekki hvernig ég rakst á vöruna.

Ég setti saman myndaseríu af vörum sem mér þykir einstaklega fallegar, þó það sé nú erfitt að gera á milli. En þessi mýkt og mildir litir eru það sem koma skal í hönnun og færa ró og vellíðan inná heimilið þitt.

Við skulum kíkja á smá brot.

 

Franska ljósið mynd hjá ánægðum viðskiptavin koma í þrem stærðum verð frá 54.900 kr Hör púði í sand lit frá anno kemur um miðjan Júní. yndisleg alpaca ullarpeysa mjúk og hlý frá Gai lisva verð 34.900 kr Ullarmottan Elf frá anno kemur í stærð 70×140 cm um miðjan júní en hægt að sérpanta í fleiri stærðum.

Ljósin á heimilinu skipta mjög miklu en birtan sem kemur frá Frönsku ljósunum er eitthvað annað.
Efnið kallast cotton gauze og er ómeðhöndlað rustic efni en þegar horft er á það virðist það vera mjúkt viðkomu en þegar komið er við það er það frekar gróft. Einstaklega falleg frönsk hönnun og handgert af tvem konum í Provence. skoða nánar hér: Chérie chérie

Hör er náttúrlegt efni og hefur verið afar vinsælt en okkur hlakkar mjög mikið til að fá nokkra liti af þessum látlausu púðum sem auðvelt er að raða í hvaða rými sem er og til að hafa hlutlausa púða með meira áberandi skrautpúðum. Settu hann í rúmið, sófann já eða barnaherbergið. Púðar og teppi

Létta, mjúka og hlýja Alpaca ullarpeysan frá gai lisva er svo hrikalega falleg. tvær litlar tölur eða neðst þannig auðvelt er að hafa hana hálflokaða eða bara opna. hægt að nota sem létta yfirhöfn yfir sumarið og í haust þegar fer að kólna aftur. við erum með fallegar flíkur frá Gai lisva sem má skoða hér: Fatnaður

 

Falleg rúmteppi koma frá anno um miðjan Júní. Bíðum spennt eftir þeim.

Nýjasta viðbótin í verslunina er vörumerkið anno collection sem kemur núna um miðjan Júní. En gaman er að segja frá því að við erum með einkaleyfi á þetta frábæra merki sem hefur hlotið mikið lof í Finnlandi. Mildir litir, mjúk og náttúruleg efni einsog ull, bómull og hör.

Við byrjum smátt en bætum jafnt og þér við vöruúrvalið. En í fyrstu sendingunni fáum við þessi fallegu rúmteppi sem þú getur lesið meira um hér: Naava rúmteppi

 

Malia ilmkertin verð 6.990 kr hafa slegið í gegn og koma í 7 mismunandi ilmum. eitthvað fyrir alla. baðsloppur í sand frá anno kemur um miðjan júní. Tinna magg mynd í stærð 30×40 cm verð 9.500 kr

 

Góður ilmur þegar gengið er inn á heimili skiptir miklu máli,  ilmurinn skapar stemmingu og gefur í skyn persónuleika heimiliseigandans. mildur og léttur eða kröftugur og kryddaður þú finnur þinn ilm frá Malia, 45 klst brennslutími handgerð í Frakklandi og eingöngu náttúruleg innihaldsefni. malia

Mjúkur baðsloppur þegar kvölda tekur og maður vill slaka á eftir heitt og gott bað er algjört möst að mínu mati. þessi fallegi puro baðsloppur í sand lit frá anno kemur um miðjan júní, við getum ekki beðið svo fallegur.

Myndir á veggi er eitthvað sem hvert og eitt heimili má ekki vanta. En hún Tinna magg er mjög hæfileikaríkur íslenskur ljósmyndari sem ég hitt einn daginn hérna í versluninni, við áttum gott spjall og bað ég hana um að gera nokkrar myndir fyrir búðina. mildir róandi litir sem gleðja augað og fegra heimilið þitt. Eða tilvalin gjöf fyrir áhugamanneskjuna um fallega list og íslenska hönnun. myndir

Happy fluffy cloud sagan

Happy fluffy cloud hófst þegar hópur þriggja vina dreymdu um dúnamjúkar fluffy sængur sem væru ólíkar öllu öðru sem finnst á markaðnum í dag. Þeim langaði til að sofna undir stórri sæng sem minnti á fluffy ský úr teiknimynd. Þau rifjuðu upp ferð sem þau fóru í til Alpanna, þar sem þau kúrðu undir stórri sæng í ferskum rúmfötum þar sem þau horfðu uppí loft á grófa loftbitana, með snjóinn úti á gluggunum. Var þetta nokkuð draumur?

Nei svo sannarlega ekki! Happy fluffy cloud eru engu líkar og einmitt þessar stóru fluffy draumkenndu sængur einsog í Ölpunum, þú trúir ekki að þær séu til fyrr en þú prófar þær!

 

 

Áður en framleiðslan hófst þá ákváðu þau að athuga hvort eitthvað sambærilegt væri til á markaðnum, en raunin var sú að í þeirra heimalandi þá voru þykkustu sængurnar ekkert líkar þeim sem þau höfðu í huga og höfðu séð í Ölpunum. Þykkustu sængurnar litu út einsog teppi við hlið Happy fluffy cloud. Venjulegar sængur eru allar með saumum sem kallast quilted duvet en sængurnar frá Happy fluffy cloud einsog þau vildu hafa þær voru ekki með neinum saumum.

 

 

Nú var bara að drífa sig af stað og þróa sængurnar áfram, þau lögðu af stað til Alpanna þar sem þau höfðu upphaflega kynnst sængunum og komust þar í samband við framleiðanda. Þau fengu mikla fræðlsu og lærðu margt um sængurframleiðsluna.

Þau ákváðu að nota 50%down og 50%feather fjaðrirnar sem eru notaðar í sængurnar koma bara frá fuglum frá Evrópu sem á að nota í matvæli, engin dýr eru pynt til að fá efnið í sængurnar.

þyngdin og hitinn á sænginni var sérstaklega þróaður og allt vel úthugsað, og einnig ysta lagið sem er sérstaklega hannað þannig að hitinn haldist vel í sænginni en fyllingin gerir það að verkum að loftstreymið er gott og kemst vel í gegn og sængin heldur þessu fluffy útliti sem þeim fannst skipta miklu máli.

Allt gerðist mjög hratt og áður en þau vissu af voru sængurnar farnar að rjúka út.  Gaman er að segja frá því að núna nýlega unnu þær til hönnunarverðlauna í Svíþjóð.

 

 

Margir hafa heyrt um þyngdarteppin sem hafa hlotið mikið lof og hjálpað fólki sem á við svefn og önnur vandamál að stríða. Happy fluffy cloud gerir sama gagn þar sem hún er 5 kg en að auki færðu líka þessa dúnamjúku sæng og nærð dýpri og betri svefn, hönnuðir Happy fluffy cloud eru mjög stolt af sænginni og vona að þú munir njóta og dreyma vel.

Sofðu rótt!

Anna, Martin and Stina

Þá er komið að því að sýna ykkur svala make over sem ég gerði um daginn.

Ég var ekki alveg að fíla gráu steypuna sem blasti við mér þegar ég gekk útá svalirnar. Mig langaði að gera þær huggulegar fyrir sumarið en langaði bara alls ekki að kaupa ikea flísar eða setja plast mottu á svalirnar. Ég leitaði eftir innblæstri á Pinterst og Instagram og datt þá í hug snilldarlausn sem myndi ekki kosta mjög mikið, en breytingin yrði mjög mikil. Hugmyndin var að nota stóran stensil á svalirnar til að útbúa fallegt munstur yfir allar svalirnar. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú mikil vinna en þar sem ég er dundari í mér og finnst gaman að gera breytingar á húsgögnum og fleiru þá ætti ég nú alveg að geta þetta líka.

Fyrsta skrefið var auðvitað að byrja að ákveða hvernig stensil ég vildi nota, og fór ég bara á þessar klassísku síður að leita eftir stensil og fann þá flott fyrirtæki á etsy sem heitir stencilit.co þau eru með gott úrval af allskyns stenslum í mismunandi stærðum. Ég sirkaði út hversu stóran stensil ég vildi og hvernig munstur, en ég vildi ekki hafa og miklar krúsídúllur í því.

Svo var bara að panta og stensillinn kom þrem dögum síðar. ótrúlega hröð og góð þjónusta.

Næsta skref var svo að finna góða málningu fyrir ómeðhöndlaðan múr, og fékk ég góða þjónustu í málningardeildinni í Bauhaus. Málningin sem ég notaði er frá sadolin og er sérsaklega fyrir múr. Mér var sagt að ég þyrfti ekki að bera vörn yfir málninguna sem mér fannst sérstakt vegna rigningar og fleira en ákvað að bíða með það. Málningarteip og slétt, lítil málningarrúlla fengu einnig að fljóta með og næsta dag voru svalirnar skrúbbaðar vel. Mér fannst skipta miklu máli að hafa svalirnar eins hreinar og ég gat og lausar við allan sand.

Hér sjáið þið fyrir mynd af svölunum. Voða plain steyptar svalir.

 

Stensillinn lagður niður og teipað í sitthvorn endann.

 

Síðan var bara að hefjast handa. ég byrjaði í einu horni á svölunum. málningin er fljót að þorna þannig í raun skipti ekki máli í hvorum endanum þú byrjar. Ég lagði hann bara niður og teipaði endana svo að stensillinn færi ekki á flug þegar ég myndi hefjast handa. Þegar hafist er handa þá er mælt með að setja ekki of mikla málningu í rúlluna, og þegar búið er að nota hann sirka 6-8 sinnum þá er gott að skola af honum, annars safnast málningin upp ofaná plastinu og það myndast frekar þykkt lag sem erfitt er að þrífa þegar það byrjar að harðna. Trúið mér ég las ekki leiðbeiningarnar, var svo spennt að byrja og núna er málnignin föst sumsstaðar á stenslinum.

Þegar ég var búin að gera einn til tvo stensla þá var ég ekki viss með þetta en þegar það voru nokkrir komnir sem mynduðu þetta fallega munstur þá var ég ótrúlega ánægð með útlitið.

 

Hér sést munstrið mjög vel og hrá steypan fær að glitta í gegn.

 

Lokaútkoman

 

Málningarvinnan tók mig um tvo klukkutíma með smá pásu. Svalirnar eru um 8 fm og ég keypti líter af malningu en það er alveg nóg að taka minni dollu ef hún er til. Ef að stensillinn passar ekki alveg á svalirnar þá er ekkert mál að beygja hann til meðfram svölunum og reyna að rúlla í það musntur sem hægt er. Mér fannst það fallegra heldur en að sleppa því.

Það er búið að rigna aðeins á svalirnar í nokkur skipti og engin málning dofnað eða lekið af. einnig hef ég sópað svalirnar meðan það var bleyta á þeim og ekkert nuddast til. En ég held að það geti alveg verið gott að setja smá vörn yfir einhveskonar glæra vörn, þá verður ef til vill grái liturinn aðeins sterkari sem myndar bara meira contrast í munstrið.

í næstu bloggfærslu fáið þið svo að sjá þegar ég verð komin með fallegan bambus sófa sem ég er að bíða eftir. Plöntur og fleira fallegt.

Takk fyrir að fylgjast með.