Þegar það fer að birta til og hlýna úti og sólin lætur aðeins sjá sig. Þá er svo gaman að taka til á svölunum/pallinum og gera allt klárt fyrir sumarið. Margir fara á stjá í blómabúðirnar og leita af fallegum útiplöntum, grillum og garðhúsgögnum.

Svo er svo margt hægt að gera sjálfur sem kostar ekki endilega mikinn pening og maður þarf heldur ekki að vera með smiðspróf til að framkvæma verkið. En kíkjum á nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að gera veröndina huggulega fyrir sumarið.

 

Hér má sjá skemmtilega rólu sem væri hægt að gera úr vörubrettum. Svo má gera hana huggulega með fallegum púðum og teppi.

 

það er mjög vinsælt að gera sófa og sófaborð úr vörubrettum. hægt er að fá þau ókeypis hjá mörgum matvöruverslunum og fyrirtækjum, bara spurja lagerstrákana.

 

Það er mjög huggulegt að hafa ljósaseríu eða kertaluktir á svölunum og gefa þau ákveðna stemmingu og hlýleika á kaldari sumarkvöldum. skoðum nokkrar hugmyndir af því hvernig er best að útfæra þær.

 

Það er mjög huggulegt að hafa svona hangandi ljós en þau fást í t.d ikea og hinum ýmsu verslunum.

 

Ef þú veist ekki hvar þú getur hengt þau, en langar að hafa þau á ákveðnum stað, þá er þessi hugmynd mjög sniðugt. En þarna eru stöngum skellt ofaní steypta klumpa og ljósin fest á sitthvorn endann. ekkert mál að útbúa þetta, en svona steypa fæst í pokum í byko og fleiri búðum.

 

Það er algjört möst að hafa falleg sumarblóm á veröndinni, en mér þykja ólífu og sítrónutré líka einstaklega smart. Á myndinni hér að neðan er búið að festa vírgrínd utaná húsið svo eru litlir pottar festir hér og þar og sumarblómum skellt ofan.

Sniðug hugmynd ef veröndin er lítil.

Það er hægt að fá allskyns hugmynd af því að google eða leita í gegnum pinterest til að fá meiri innblástur. Ég sá líka gamla viðarkassa til að nota sem blómapotta. Ef maður vildi geta fært þá milli staða á veröndinni þá er tilvalið að skella litlum hjólum undir þá. Þessar myndir hér að ofan eru bara smá brot af því sem ég rakst á. En um að gera að vera svolítið frumlegur og finna sínar leiðir til að gera veröndina huggulega.

Njótum sumarsins.

Kveðja
Ágústa

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.