Íslensk heimili
  • Allar vörur
  • Væntanlegt
  • Heimilið
    • Bakkar
    • Blómapottar
    • Blómavasar
    • Heimilisilmir
      • Áfylling og eldspýtur
      • Ilmkerti
      • Ilmstangir
      • Mirins Copenhagen mist
      • Þvottasprey
    • Heimilisþrif
    • Kertastjakar
    • Ljós og lampar
    • Mottur
    • Myndir
    • Púðar og teppi
  • Blóm
    • Pottaplöntur
    • Blómapottar
    • Þurrkuð blóm
    • Blómavasar
  • Eldhús
    • Borðbúnaður
    • Glös
    • Heimilisþrif
    • Viskastykki
  • Þvottahús
    • Mýkingaefni
    • Þvottaefni
    • Þvottasprey
  • Baðherbergi
    • Baðsloppar
    • Handsápur/líkamsvörur
    • Handklæði
      • Baðhandklæði
      • Gestahandklæði
  • Svefnherbergi
    • Rúmteppi
    • Sloppar
    • Sængur og rúmföt
    • Koddasprey og þvottasprey
    • Ljós og lampar
    • Púðar og teppi
  • Fatnaður/töskur/skór
    • Fatnaður
    • Fylgihlutir
    • Inniskór
    • Skartgripabox
    • Töskur
  • Search
  • Menu Menu
  • 0 kr.
Blogg

Sunnudags innlit í 45 fm

Sunnudags innlit dagsins er í litla sæta Sænska íbúð.

Hún er aðeins 45 fm að stærð en þrátt fyrir það ótrúlega sjarmerandi og hugguleg íbúð. íbúðir þurfa nefnilega ekki alltaf að vera mjög stórar til að hægt sé að gera þær huggulegar. Maður þarf bara að vera úrræðagóður og hugsa útí hvern krók og kima íbúðarinnar.

Það sem heillaði mig mest við íbúðina var svarti glerveggurinn sem aðskildi stofuna frá svefnherberginu. Ég elska alla svona fídusa sem gefa íbúðum sinn einstaka karakter. Síðan er sett gardínubraut efst í loftið í svefneherberginu til að geta dregið þunnar gardínur fyrir og frá eftir því hvort þú viljir að sjáist inn eða ekki. Þetta bíður uppá það að þú getir látið rýmið virðast vera mun stærra en það er.

Við skulum kíkja á fleiri myndir og litlu smáatriðin sem þessi dásamlega íbúð hefur.

Hrikalega smart svartur glerveggur sem aðskilur stofuna og svefnherbergið. Gardínubrautin sem sett er í loftið inní svefnherberginu fæst í ikea.

Eldhúsið og stofan eru í opnu sameiginlegu rými sem er orðið frekar vinsælt núna og mun praktískara heldur en þegar eldhúsið var aðskilið stofunni. Þetta fyrirkomulag leyfir rýminu að anda meira og gefur því léttara yfirbragð.

Eruð þið að sjá hvíta háfinn yfir eldavélinni, þvílík dásemd. Það þykir oft ekki voða fallegt að hafa klunnalegan háf í eldhúsinu, hvað þá þegar rýmið er svona opið. En þessi er bara alveg að virka, og fallegt hvernig hann fellur að veggnum. Hvíti smeg ísskápurinn er líka alveg að njóta sín. Einnig er gaman að sjá annan lit á frontunum á eldhússkápunum heldur en svart eða hvítt.Græni liturinn gefur rýminu ferskt útlit. Hér er bara einhvernveginn allt að virka saman, finnst þér ekki?

Nýtískuleg heimilistæki eru alveg að passa inní þessa skemmtilegu blöndu af ólíkum stílum í eldhúsinu.

Mér finnst gólfefnið á íbúðinni algjör draumur og svo er ábyggilega voða notalegt að sitja þarna við eldhúgluggann hjá plöntunum og horfa út um gluggann. Og ábyggilega enn huggulegra á kvöldin þegar búið er að kveikja á smá kertum.

Við skulum næst líta inn í svefnherbergið. Þar halda mjúku tónarnir enn áfram og þarna glittir í ljósbláan vegg í svefnherberginu. Ljósu litirnir eru að koma líka ótrúlega vel út á móti svarta rammanum í glerveggnum. Plönturnar og viðargólfið setja svo punktinn yfir i-ið

Spegillinn lætur rýmið líta út fyrir að vera stærra.

Viðurinn heldur áfram inn í svefnherbergið í rammanum utanum spegilinn og hankarnir á veggnum.

Lítið en afar kósý

Viðurinn fær enn að njóta sín á ganginum. þarna er að finna ivar skápinn sem er á gólfinu, en í litlu rými er mjög sniðugt að vera með sniðugar hirslur. Tala nú ekki um mdf plötuna sem er skrúfuð á vegginn og geymir allskyns litla hluti sem mega ekki týnast.

Ég hafði mjög gaman af því að kíkja í litla heimsókn með ykkur á þessum rólega sunnudegi. Vona að þið hafið notið þess að skoða íbúðina með mér og litlu detailana sem var að finna í krókum og kimum.

Þangað til næst.

Kveðja
Ágústa

Deila

  • Facebook
  • Pinterest
15. júlí, 2018/0 Comments/by Ágústa
Share this entry
  • Share on Facebook
  • Share on Pinterest
  • Share by Mail
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Velkomin á bloggsíðuna mína Ágústa heiti ég stofnandi vefverslunarinnar íslensk heimili. Ég hef gífurlega mikinn áhuga á hönnun, plöntum, mat og fallegum vörum. Njótið þess að lesa.

Leita

Nýlegar færslur

  • Mýkt og mildir litir inná heimilið3. júní, 2021 - 5:49 e.h.
  • Happy fluffy cloud29. maí, 2021 - 8:41 e.h.
  • Svala make over7. júní, 2020 - 11:53 f.h.
  • Instagram innblástur Leanne Ford27. mars, 2020 - 11:49 e.h.

Allar færslur

Nýlega skoðað

  • washologi sport þvottasprey Washologi Sport þvottasprey 2.200 kr.
  • Anno hör sængurverasett hvítt 25.490 kr.
  • mink pom pom lyklakippa light pink 7.890 kr. 5.890 kr.
  • Sirocco alabast lukt arduss 9 cm 10.500 kr.

Facebook

Leitaðu hér…

íslensk heimili

Heimilisvöruverslun sem bíður uppá
vandaðar vörur fyrir þig og heimilið.

Við flytjum okkar vörur inn sjálf frá
hinum ýmsu löndum þ.á.m Danmörk,
Finnland, Frakkland og Ástralíu.

Þú getur verið viss um að fá
góð gæði í vörunum okkar,
því við leggjum áherslu á vörur
úr náttúrulegum efnum sem
fegra heimilið og gefa því hlýju.

Kíktu í heimsókn til okkar í Ármúla 42.

Hafðu samband

íslensk heimili
Ármúla 42
108 Reykjavík
s: 7772683

Reikningur

Banki 133 hb 26
Reikningur 200655
kt:620618-1520

Instagram

Fylgdu okkur.
og mundu að nota
#islenskheimili
þegar þú deilir myndum
með vörum frá okkur!

 

  • Instagram
  • Facebook

Síður

Allar vörur
Heimilið
Blóm
Eldhús
þvottahús
Baðherbergi
Svefnherbergi
Fatnaður/töskur/skór
Blogg
skilmálar

 

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum. Skilmálar um vafrakökur
@Copyright - Íslensk heimili
  • Instagram
  • Facebook
Sniðugar hugmyndir fyrir veröndina Heitasta trendið – Glerveggir
Scroll to top