Mér finnst ótrúlega gaman að fletta gegnum instagram og fæ mikinn innblástur þaðan. Ég hef fundið ótal marga hæfileikaríka einstaklinga þar inni, þar á meðal hana Önnu sem er búsett í Stokkhólm. Hún er Ljósmyndari og Stíllisti og tekur ótrúlega fallegar draumkenndar myndir. Þær segja allar sögu og maður getur flett endalaust gegnum myndirnar hennar.

Ég fékk nokkrar myndir að láni hjá henni sem mig langar að sýna ykkur, en ef ykkur langar til að sjá fleiri þá er bara um að gera að fylgja henni á instagram.

    https://www.instagram.com/annakubel/?hl=en

Mjúkir gráir tónar einkenna íbúðina hennar. Og grænar plöntur lífga uppá rýmið.

 

Mér finnst græni liturinn á eldhússkápunum mjög fallegur og tóna vel við viðargólfið.

 

Hráir veggir og litrík blóm.

 

Hör sængurver og hvít himnasæng.

Látum þessar myndir duga í bili, ég gæti eflaust sett mun fleiri myndir hér inn. En mæli sterklega með því að kíkja á instagramið hennar þar sem þið getið látið ykkur dreyma.

Kær kveðja
Ágústa

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.