Planta vikunnar er Fíkjutré

 

Ég elska Fíkjutré, já og í raun bara flestar plöntur. En Fíkjutré er í miklu uppáhaldi. Það þarf svo litla umhirðu og það er alveg ómögulegt að drepa það. Ég hef það á frekar dimmum stað í stofunni og á veturna fellur tréð flest öll blöðin, en þau vaxa svo bara aftur stuttu seinna. Um daginn steingleymdi ég að vökva það í einhverjar vikur og það missti öll blöð en um leið og ég fór að hugsa betur um það að þá komu blöðin strax aftur. Alveg stórkostlegt hvað tréð tekur alltaf mjög fljótt við sér.

Það eru ekki margir sem vita að Fíkjutré lifa inni, og flestöll ávaxtatré. Sítrónutré líka! Þó að þau beri kannski ekki ávöxt inni hjá manni að þá finnst mér það ekkert verra, því blöðin á fíkjutrjánum eru svo einstaklega falleg. Og ekkert fíkjutré vex eins.

 

Yndislegt að hafa það uppi á borði í stórum potti ef borðpláss leyfir

 

Tegund: Fíkjutré koma upprunalega frá Asíu þó þau vaxi víðar í heiminum. Fíkjutrén hafa stór og fallega græn blöð. Margir njóta þess að hafa þau inni hjá sér í pottum til þess að njóta fegurðar þeirra.
Einsog nafnið gefur til kynna að þá bera fíkjutré ávöxt sem nefnist fíkja. En mjög ólíklegt er að þau beri ávöxt innan dyra. Það þarf að hafa þau í gróðurhúsi eða í hlýju landi þar sem meiri birta er og hiti heldur en hér á landi.

Staðsetning og birta: Vegna þess hversu stór fíkjutrén geta orðið að þá er gott að hafa þau á gólfi í stórum potti. Fíkjutré þolir að vera í smá skugga en vex auðvitað best ef það er haft í sól. Passa skal að hafa það ekki í mjög sterkri beinni sólarbirtu þá geta blöðin brunnið örlítið. Fíkjutrén þola alveg smá kulda líka, þá er í lagi að hafa það nálægt glugga eða svalahurð þar sem blæs örlítið inn.

Vökvun: Það þarf ekki mikla vökvun yfr vetrartímann en yfir sumarið e rgott að vökva það vikulega.

stærð: Fíkjutré vaxa mjög hratt líka á veturna en þó hraðar yfir sumartímann. Þau geta orðið mjög stór. Ég er t.d með eitt í versluninni sem er hátt í 2 metrar og er enn að vaxa.

En það er eflaust lítið mál að klippa ofan af því ef maður vill ekki að það vaxi mjög hátt uppí loftið. Þegar þetta er gert þá fara trén yfirleitt bara að verða þéttari í vexti.

Er það eitrað: Fíkjutrén eru ekki eitruð en ávöxturinn sjálfur er eitraður köttum. En það þarf að hafa litlar áhyggjur af því hér á landi þar sem að fíkjutrén eiga erfitt með að bera ávöxt.

Fyrir hvern: Fíkjutré eru jafnt fyrir byrjendur sem reynslubolta í plöntu umhirðu.

 

 

Ef það eru einhverjar plöntur sem þið viljið fræðast betur um þá má endilega commenta hér undir póstinn eða senda e mail á silenskheimili@islenskheimili.is

Kær kveðja
Ágústa

 

 

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.