Mjög margir hafa gaman af því að fá innblástur frá fólki á instagram. Ég nota Instagram mjög mikið í þeim tilgangi og finnst sérstaklega gaman að skoða falleg heimili og töff týpur.

Hvað er betra en að gleyma stund og stað og láta sig dreyma um breytingar heima við eða nýjan stíl í fataskápinn.
Svo eru það auðvitað plönturnar sem ég hef einstaklega gaman af líka. Og má sjá mikið af plöntum heima hjá þeim sem ég fylgi á instagram. Bæði stórar sem smáar.

ég tók saman nokkrar myndir sem veita mér innblástur, kíkjum á þær.

 

Heima hjá henni Mariu Karlberg er alltaf svo smart. Ég elska hversu góðan og töff smekk hún hefur, algjör snillingur í að blanda saman svörtu og hvítu án þess að það looki of kuldalegt. Þegar maður rennir í gegnum instagramið hjá henni þá langar manni einstaklega mikið að sitja í stofunni hjá henni slaka á og fletta í gegnum tímarit eða bara dást að öllu fallegu hlutunum sem hún á.

 

 

Maria er einstaklega töff týpa og ég elska fatastílinn hennar, látlaus en alltaf svo töff til fara. Maria vinnur í heimilisvöruversluninni jakobssons mobler þar sem hún stillir upp vörunum á snilldar hátt.

 

 

Hún á litla stelpu sem fær oft að vera með henni á myndum. Maria er einstkalega fær myndasmiður, hægt er að eyða dágóðum tíma í að fletta í gegnum myndirnar hjá henni. Lítum á nokkrar til viðbótar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Segjum þetta gott af instagram innblæstri í dag, þanað til næst…

Kveðja
Ágústa

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.