Instagram innblásturinn að þessu sinni er af síðunni Helt enkelt sem hún Anna Malin heldur úti.

 

Ég hafði ekki skoðað instagram síðuna hennar Önnu í dálítinn tíma, var eiginlega búin að gleyma hversu fallegan smekk hún hefur, og myndirnar hennar eru margar svo ótrúlega fallegar.

Ég tók nokkrar myndir saman frá henni, ég þurfti stundum að setja nokkrar saman í eina því ég gat einfaldlega ekki valið á milli mynda til að setja í blogg færsluna. Hún hefur svo ótrúlega gott auga fyrir smáatriðum einsog sjá má á myndunum hennar.

Stíllinn hennar er einfaldur en samt svo ótrúlega töff. Ég elska þennan hráa við sem að hún notar í t.d sófaborðinu, öll litlu detailin í hlutum sem hún raðar saman á einstaklega smekklegan hátt. Ég gæti eflaust skrifað endalaust um það hvað ég dáist að smekknum hennar, við skulum líta á nokkrar myndir og njóta.

 

Þarna slakar Anna á í þessum einstaklega fallega sófa. Takið eftir grófa sófaborðinu hennar og öllum detailunum í uppröðun á tímaritum, kertastjökum og pottum.

 

Hör rúmföt eru svo hlýleg og smart, grátt,hvítt og karrýgult er yndisleg litasamsetning. Sítrónutré, grænar plöntur í leirpottum.

 

 

Ég vona að þið hafið jafn gaman af að skoða myndirnar hennar og ég. Spurning að vera dugleg að gefa ykkur instagram innblástur, þar sem ég fylgi mjög mikið af einstaklega færu fólki.

Hér er hægt að fylgjast með henni Önnu á isntagram: https://www.instagram.com/heltenkelt/

 

 

Þangað til næst

kveðja
Ágústa

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.