Vantar þig ódýra og flotta lausn fyrir heimilið?

Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera fyrir heimilið með lítilli vinnu og fyrirhöfn, það sem skiptir mestu er að hafa hugmyndaflugið í lagi og láta hugmyndirnar tala! Ef þig vantar hugmyndir þá hefur það reynst mörgum vel að skoða ikea höck á netinu, þá er hægt að kaupa ódýrt efni í ikea og breyta því eftir sínu höfði. Ég er að spá í að deila tvem mjög flottum sem ég rakst á. Það væri mjög gaman að prófa þessi einn daginn, enda virðast þau vera mjög auðveld í framkvæmd. Fyrsta Ikea hackið er fyrir svefnherbergið. í það eru notaðar myndahillurnar vinsælu, spónaplata og málning. Mjög flott lausn fyrir þá sem vilja plain höfuðgafl og smá gemyslupláss. Flott þar sem er t.d ekki pláss fyrir náttborð.

Mjög smart hugmynd, get ímyndað mér að þessi sé líka flott fyrir t.d barnaherbergið. hillan sem myndast bakvið höfuðgaflinn nýtist vel undir bækur og tímarit. Við skulum skoða  næsta ikea hack en það er ótrúlegt hvað hægt er að gera fallega hluti úr ódýrum hlutum frá IKEA. Ég var yfir mig hrifin af þessu litla hliðarborði, en það er notað Lack hliðarborð og plexigler í verkefnið. Ég sé það líka alveg fyrir mér með speglum í stað plexiglers.  

Þú þarft ikea lack borð, pappír, skæri, double tape og plexigler

Pappinn og double tapeið sett á fæturna á borðinu.

Að lokum er plexiglerið fest á alla kanta.

Það er eflaust hægt að fá plexigler í ýmsum útfærslum, væri fallegt að hafa gyllt, rosegold eða reyklitað.

 

Vonandi höfðuð þið gaman af þessum hugmyndum fyrir heimilið. Ég mun alveg örugglega koma með fleiri svona góð ráð á næstunni.

Fylgist með! kveðja Ágústa

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.