Íslensk heimili
  • Allar vörur
  • Væntanlegt
  • Heimilið
    • Bakkar
    • Blómapottar
    • Blómavasar
    • Heimilisilmir
      • Áfylling og eldspýtur
      • Ilmkerti
      • Ilmstangir
      • Mirins Copenhagen mist
      • Þvottasprey
    • Heimilisþrif
    • Kertastjakar
    • Ljós og lampar
    • Mottur
    • Myndir
    • Púðar og teppi
  • Blóm
    • Pottaplöntur
    • Blómapottar
    • Þurrkuð blóm
    • Blómavasar
  • Eldhús
    • Borðbúnaður
    • Glös
    • Heimilisþrif
    • Viskastykki
  • Þvottahús
    • Mýkingaefni
    • Þvottaefni
    • Þvottasprey
  • Baðherbergi
    • Baðsloppar
    • Handsápur/líkamsvörur
    • Handklæði
      • Baðhandklæði
      • Gestahandklæði
  • Svefnherbergi
    • Rúmteppi
    • Sloppar
    • Sængur og rúmföt
    • Koddasprey og þvottasprey
    • Ljós og lampar
    • Púðar og teppi
  • Fatnaður/töskur/skór
    • Fatnaður
    • Fylgihlutir
    • Inniskór
    • Skartgripabox
    • Töskur
  • Search
  • Menu Menu
  • 0 kr.
Blogg

Sunnudags heimsókn Annika Von Holdt

 

í dag ætlum við að kíkja í Sunnudagsheimsókn til Rithöfundarins Anniku Von Holdt.

 

 

Annika er mjög smart týpa sem býr í Fallegu húsi í Kaupmannahöfn. Áður en hún varð fræg fyrir störf sín sem rithöfundur þá vann hún sem módel og í almannatengslum. Hún átti mjög farsælan feril sem módel en í dag liggur hennar ástríða í að skrifa spennu og hryllingsbækur, hún hefur einnig gefið út bækur tengdar innanhúshönnun og skrifað fyrir ýmis blogg og tímarit.

Maður tekur alveg andköf þegar myndirnar af heimilinu hennar eru skoðaðar, en hún býr í Kaupmannahöfn ásamt syni sínum, manni og gæludýrum. Heimilið einkennist af svörtu, hvítu og stundum poppar upp smá litur.

Þegar Annika er spurð útí stílinn sinn þá segir hún að hann sé svona blanda af hinu og þessu, hún elskar tímalausa hönnun sem er falleg núna og verður það áfram eftir 20 til 40 ár líka. Hún safnar að sér hönnun eftir t.d Verner Panton, Philippe Starck,Le Corbusier og fleiri. Ásamt tímalausri hönnun þá finnst henni mjög fallegt að hafa gróf húsgögn bekki, borð, og ljósakrónur á heimilinu sem hún hefur safnað að sér í gegnum árin.

Við skulum kíkja í heimsókn í glæsilega heimilið hennar Anniku, en þegar hún dvelur ekki í húsinu sínu þá er hún í fríi á Karabíska hafinu. Eflaust algjör draumur að búa þarna og ferðast einnig til annara landa og eiga afdrep þar.

 

Hún er dugleg að breyta heima hjá sér og færa til húsgögnin. Hún breytir oft um áklæði á sófanum og finnst mér þessi bleiki sófi algjör dásemd.

 

Hún elskar svart og hvítt, Monochrome. En þegar því er blandað saman með gylltu, grænum plöntum og fallegri hönnun þá verður heildarmyndin virkilega töff.

 

Gaman að sjá hversu bold mynaveggurinn hennar er.

 

Gæludýrin fá oft að vera með á myndunum hennar. Hér sjáum við andstæður sem flott er að raða saman. Gamalt viðarborð með hönnunarstólum.

 

Elska þessa samsetningu hjá henni. Grænar stórar plöntur í gömlum leirpottum setja punktinn yfir ið.

 

myndin á veggnum er forsíða bókarinnar hennar sem heitir Pantomime. Virkilega flottur rammi og öðruvísi en maður er vanur að sjá á heimilum.

 

Virkilega flott stílisering hjá Anniku.Ég væri alveg til í svona töff gólffjalir og þetta bleika loð á stólnum. já hvern er ég að plata! væri til í þetta allt.

 

 

Big og bold það er svolítið hennar stíll. En takið eftir að hún er ekki með mikið af smáhlutum heima hjá sér. Kannski felur hún það bara inní skáp.

 

 

Dásamlegt baðherbergi. Þetta baðkar og þessar flísar!

 

Hér finnst mér virkilega fallegt að hafa vaskinn ofaná svona gömlu borði. Blóm í vasa gera baðherbergið enn notalegra.

 

Heimilið hennar er algjör draumur, þeir sem hafa áhuga á að fylgja henni á instagram og skoða fleiri myndir geta followað hana hér: https://www.instagram.com/annikavonholdt/?hl=en

 

Við skulum kíkja á nokkrar instagram myndir sem ég setti saman.

 

 

 

 

 

 

Vona að þið hafið gaman af lestrinum hér á blogginu.

Njótið dagsins!

Kveðja
Ágústa

Deila

  • Facebook
  • Pinterest
27. janúar, 2019/0 Comments/by Ágústa
Share this entry
  • Share on Facebook
  • Share on Pinterest
  • Share by Mail
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Velkomin á bloggsíðuna mína Ágústa heiti ég stofnandi vefverslunarinnar íslensk heimili. Ég hef gífurlega mikinn áhuga á hönnun, plöntum, mat og fallegum vörum. Njótið þess að lesa.

Leita

Nýlegar færslur

  • Mýkt og mildir litir inná heimilið3. júní, 2021 - 5:49 e.h.
  • Happy fluffy cloud29. maí, 2021 - 8:41 e.h.
  • Svala make over7. júní, 2020 - 11:53 f.h.
  • Instagram innblástur Leanne Ford27. mars, 2020 - 11:49 e.h.

Allar færslur

Facebook

Leitaðu hér…

íslensk heimili

Heimilisvöruverslun sem bíður uppá
vandaðar vörur fyrir þig og heimilið.

Við flytjum okkar vörur inn sjálf frá
hinum ýmsu löndum þ.á.m Danmörk,
Finnland, Frakkland og Ástralíu.

Þú getur verið viss um að fá
góð gæði í vörunum okkar,
því við leggjum áherslu á vörur
úr náttúrulegum efnum sem
fegra heimilið og gefa því hlýju.

Kíktu í heimsókn til okkar í Ármúla 42.

Hafðu samband

íslensk heimili
Ármúla 42
108 Reykjavík
s: 7772683

Reikningur

Banki 133 hb 26
Reikningur 200655
kt:620618-1520

Instagram

Fylgdu okkur.
og mundu að nota
#islenskheimili
þegar þú deilir myndum
með vörum frá okkur!

 

  • Instagram
  • Facebook

Síður

Allar vörur
Heimilið
Blóm
Eldhús
þvottahús
Baðherbergi
Svefnherbergi
Fatnaður/töskur/skór
Blogg
skilmálar

 

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum. Skilmálar um vafrakökur
@Copyright - Íslensk heimili
  • Instagram
  • Facebook
Tvö flott Ikea hack Ikea hack helgarinnar
Scroll to top