Sunnudags innlit dagsins er í litla sæta Sænska íbúð.
Hún er aðeins 45 fm að stærð en þrátt fyrir það ótrúlega sjarmerandi og hugguleg íbúð. íbúðir þurfa nefnilega ekki alltaf að vera mjög stórar til að hægt sé að gera þær huggulegar. Maður þarf bara að vera úrræðagóður og hugsa útí hvern krók og kima íbúðarinnar.
Það sem heillaði mig mest við íbúðina var svarti glerveggurinn sem aðskildi stofuna frá svefnherberginu. Ég elska alla svona fídusa sem gefa íbúðum sinn einstaka karakter. Síðan er sett gardínubraut efst í loftið í svefneherberginu til að geta dregið þunnar gardínur fyrir og frá eftir því hvort þú viljir að sjáist inn eða ekki. Þetta bíður uppá það að þú getir látið rýmið virðast vera mun stærra en það er.
Við skulum kíkja á fleiri myndir og litlu smáatriðin sem þessi dásamlega íbúð hefur.
Eldhúsið og stofan eru í opnu sameiginlegu rými sem er orðið frekar vinsælt núna og mun praktískara heldur en þegar eldhúsið var aðskilið stofunni. Þetta fyrirkomulag leyfir rýminu að anda meira og gefur því léttara yfirbragð.
Eruð þið að sjá hvíta háfinn yfir eldavélinni, þvílík dásemd. Það þykir oft ekki voða fallegt að hafa klunnalegan háf í eldhúsinu, hvað þá þegar rýmið er svona opið. En þessi er bara alveg að virka, og fallegt hvernig hann fellur að veggnum. Hvíti smeg ísskápurinn er líka alveg að njóta sín. Einnig er gaman að sjá annan lit á frontunum á eldhússkápunum heldur en svart eða hvítt.Græni liturinn gefur rýminu ferskt útlit. Hér er bara einhvernveginn allt að virka saman, finnst þér ekki?
Mér finnst gólfefnið á íbúðinni algjör draumur og svo er ábyggilega voða notalegt að sitja þarna við eldhúgluggann hjá plöntunum og horfa út um gluggann. Og ábyggilega enn huggulegra á kvöldin þegar búið er að kveikja á smá kertum.
Við skulum næst líta inn í svefnherbergið. Þar halda mjúku tónarnir enn áfram og þarna glittir í ljósbláan vegg í svefnherberginu. Ljósu litirnir eru að koma líka ótrúlega vel út á móti svarta rammanum í glerveggnum. Plönturnar og viðargólfið setja svo punktinn yfir i-ið
Viðurinn heldur áfram inn í svefnherbergið í rammanum utanum spegilinn og hankarnir á veggnum.
Viðurinn fær enn að njóta sín á ganginum. þarna er að finna ivar skápinn sem er á gólfinu, en í litlu rými er mjög sniðugt að vera með sniðugar hirslur. Tala nú ekki um mdf plötuna sem er skrúfuð á vegginn og geymir allskyns litla hluti sem mega ekki týnast.
Ég hafði mjög gaman af því að kíkja í litla heimsókn með ykkur á þessum rólega sunnudegi. Vona að þið hafið notið þess að skoða íbúðina með mér og litlu detailana sem var að finna í krókum og kimum.
Þangað til næst.
Kveðja
Ágústa