Plöntu og potta pælingar dagsins!

Mér finnst ákaflega gaman að rölta um blómabúðir og skoða úrvalið, og oftar en ekki fær ein til tvær plöntur að fylgja mér heim. Ég er oft búin að ákveða fyrirfram hvaða plöntur það eru sem heilla mig, ég elska líka þegar að plantan sem hefur verið á óskalistanum um langan tíma birtist einn daginn í blómabúðinni. það eru skemmtilegustu heimsóknirnar í blómabúðirnar.

Mér finnst oft gott að bíða aðeins með að kaupa utanyfir pottinn, sem sagt sem fer utanum plastpottinn. það er vegna þess að oft þarf að umpotta plöntunum og þá er hinn potturinn sem þú fjárfestir í jafnvel of lítill.
En þegar það þarf að umpotta henni þá er best að kaupa aðeins rýmri plastpott, vikur (stórar leirkúlur) sem fást í litlum pokum í blómabúðunum, og nýja ferska mold.

Blómakaupendur vilja líka oft stressa sig of mikið á að umpotta en stundum er líka bara gott að leyfa plöntunni að venjast nýja heimilinu, það eru önnur loftgæði t.d í blómabúðinni heldur en heima hjá okkur. Svo er fínt að taka sér smá tíma í að finna fallegan pott, því að mér finnst þeir í raun skipta jafn miklu máli og plantan sjálf. Þeir breyta útliti plöntunnar mjög mikið, ég myndi segja að þetta væri svona svipað og fyrir okkur mannfólkið  þegar við konurnar förum í fallegan kjól þá er heildarútlitið orðið allt annað heldur en þreyttur joggingalli. Við eigum að gefa okkur smá tíma í að finna fallegan kjól fyrir plöntuna okkar. Þá nýtur hún sín sem best á heimilinu og fegrar það enn meira.

 

Undanfarið hef ég heillast mjög mikið af fallegum  Rustic pottum

 

Brúnir keramik pottar passa mjög vel við fallega grænar plöntur, sem eru með sérkennilegum áberandi blöðum, einsog t.d fíkjutré og pilea.

 

Fíkjutré er í miklu uppáhaldi hjá mér og það lifir góðu lífi inni í stofu.

 

Rustic blómapottar þurfa ekki alltaf að vera mjög grófir og líta út fyrir að vera gamlir og notaðir, þeir geta líka verið svartir og mjög hlutlausir í útliti. Eins og t.d þessi hér að neðan, sem passar mjög vel við plöntuna skýjablett.

 

ótrúlega fallegt, hlutlaus svartur pottur þar sem plantan fær að njóta sín.

 

ólífutré hafa verið ótrúlega vinsæl og þá aðallega svona minni dvergtýpa, Blöðin á ólífutrjám eru svona silfurgrá undir og fallega græn ofaná. Þessvegna finnst mér  grár grófur pottur passa einstaklega vel við hana.

 

Pottar með svona steypuáferð eru ótrúlega sjarmerandi.

 

Þessi planta heitir smæra.

 

Fallegast finnst mér það þegar að plantan fær að njóta sín í einföldum en fallegum potti. Um leið og plantan er komin í mjög áberandi marglitan pott þá finnst mér potturinn taka alla athyglina frá fegurð plöntunnar, og þar af leiðandi nýtur hún sín ekki eins og hún ætti að gera.

 

 

Pottarnir þurfa nú ekkert endilega að vera bara í brúnum, gráum, svörtum og hvítum pottum. Með haustinu væri fallegt að hafa þá í t.d grænum  pottum einsog þessi hér fyrir ofan. Græni liturinn tónar mjög fallega við grænu plöntuna svo eru undirskálar í stíl líka ákaflega smart.

Þetta voru  pælingar dagsins um Rustic potta og plöntur!

Kveðja
Ágústa

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.