Innlit dagsins er í sjarmerandi þakíbúð

Í dag kíkjum við í þakíbúð sem er mjög stílhrein og björt.Litapallettan er mjög einföld en hér sjást bara hvítir veggir, algjör andstæða við tískustraumana í innanhúshönnun í dag.Einsog flestir hafa eflaust tekið eftir þá eru veggir í ýmsum litum að koma sterkt inn.

Sjarminn yfir þessari íbúð er svo dásamlegur. Það má sjá fallegar upprunalegar gólffjalir og auðvitað draumurinn glerveggir, sem ég gerði sér færslu um.

Kíkjum nú á nokkrar myndir

Hér er horft inní stofu frá ganginum sem svefnherbergið og baðherbergið er.

 

Stofan og eldhúsið er í sama rýminu, ekki mjög stórt rými en huggulegt er það. sjáið þið hvað plönturnar setja mikinn svip á rýmið. Mjög sniðugt að nota þær til að fylla uppí rýmið í stað þess að hafa mikið af skrautmunum. Lifandi plöntur lífga líka svo uppá rýmið. Græni liturinn í þeim tónar líka svo vel við hvítu veggina og viðargólfið.

 

Sófinn er hafður á ská sem er ekki mjög algeng sjón, en gaman að sjá það til tilbreytingar.

 

Þegar litið er í eldhúshornið, þá má sjá gamalt borð, mér finnst nú bara þessar rispur á því gefa því meiri karakter, áfram sjáum við plönturnar, hráan viðinn og rustic blómapotta á móti hvítri stílhreinni inréttingunni.

Ég elska svona andstæður og finnst það ákaflega mikilvægt þegar verið er að innrétta rými. Og helst að nota ólík efni einsog við, plöntur og stein einsog sjá má á myndinni fyrir neðan, þá skapast hið fullkomna jafnvægi í rýminu.

 

 

Huggulegt og afar látlaust rými.

 

Ef við kíkjum inn ganginn þá sjá blómin enn um að skreyta heimilið. Það er fátt betra en nýafskorin blóm í vasa til að lífga uppá daginn. Þegar litið er uppí loftið, blasa við manni þessir dásemdar bitar sem gefa íbúðinni enn meiri karakter.

 

Þarna hægra megin sést glitta í eldhússkáp sem fellur svo vel að veggnum, sniðugt að halda honum hvítum og hlutlausum, sem passar einstaklega vel inní íbúðina.

 

Baðið er ekkert voðalega nýtískulegt en gólf og veggflísarnar gera gæfumuninn. Sjáið þið svo hvernig gólfefnið er látið flæða yfir allt og líka hjá sturtubotninum. Litlir hlutir eru svo látnir skreyta rýmið aðeins einsog sjá má í glugganum, falleg handklæði og lúpínur í vasa. það þarf ekki mikið meira en það.

 

 

Kíkjum næst inní svefnherbergið. það er ekkert voðalega stórt en mikið er það huggulegt. Þessi þakgluggi er algjör draumur, ýmindið ykkur að liggja þarna þegar farið er að dimma og horfa á stjörnubjartan himininn. Planta í Rustic pott fær að njóta sín og græni liturinn lífgar auðvitað uppá. Svo eru rúmfötin ekki að skemma fyrir. Hör rúmföt er náttúrulega algjör draumur, og litapallettan alveg að gera sig.

 

Hér setja rúmfötin punktinn yfir i-ið, græna plantan og svarti lampinn á móti hvíta veggnum er algjörlega málið.

 

Þetta litla skot í herberginu er svo krúttlegt. Nóg pláss til að líta í tölvuna, skoða tímarit eða mála sig. Alveg dásamlegt.  Þarna sést líka glitta í glerhurðina, ég fæ bara ekki nóg af þessum glerveggjum.

 

 

þarna væri ég til í að slaka á eftir langan dag.

 

Þetta heimili er svo látlaust en ótrúlega smart. Þegar skipulag íbúðar er svona gott, fallegt gólefni til staðar og tala nú ekki um glervegg sem poppar það upp, bitarnir í loftinu og þakgluggi þá er svo auðvelt fyrir mann að gera það enn heimilislegra með fáum en vel völdum hlutum.

Kveðja
Ágústa

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.