Planta vikunnar að þessu sinni er hin vinsæla Strelitzia eða öðru nafni Birds of Paradise.
Hún fær þetta nafn vegna fallegu blómana sem hún ber. En þau eru appelsínugul að lit og minna á Hummingbird fuglinn.
Birds of paradise er í miklu uppáhaldi hjá mér vegna þess hversu auðveld hún er í umhirðu og vegna fallegu stóru glansandi blaðanna.
Tegund: Strelitzia öðru nafni Birds of paradise kemur upprunalega frá Suður Afríku. Það eru til nokkrar tegundir af Birds of Paradise en þessi þykir eftirsóknaverð vegna litríkra blóma og hana má hafa inni þar sem hún getur dafnað mjög vel og þykir mjög fallegt stofuprýði.
Staðsetning og birta: Gott er að gefa plöntunni mikla birtu, Gott er að hafa hana nálægt sólríkum glugga. Einnig er gott að setja hana út yfir sumartímann þegar það er orðið mjög hlýtt í veðri. Það á við um flestar blómstrandi plöntur.
Vökvun: Birds of paradise fer í dvala yfir vetrarmánuðina og vex sama og ekki neitt, þá er gott að vökva hana minna og láta moldina þorna vel á milli. En það sem er þægilegt við Birds of paradise er að það sést greinilega ef hún er ekki að fá nóg vatn, þá byrja blöðin að lafa svolítið og neðstu blöðin verða gul og harðna. Yfir sumartímann þegar hún tekur vaxtakipp þá er gott að hafa moldina raka. Alls ekki rennandi en halda henni vel rakri, hún þarf góða vökvun til að vaxa.
Stærð: Birds of paradise getur orðið allt að 2 metrar á hæð sumar jafnvel hærri.
Eitrað: Birds of paradise er eitruð hundum og köttum.
Fyrir hvern: Ég myndi segja að Birds of Paradise væri fyrir byrjendur ef þeir fara vel eftir umhirðu og einnig lengra komna.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!