Ikea hack helgarinnar Mossdal hilla
Það hafa margir gaman af skemmtilegum ikea hack sérstaklega ef þau eru mjög auðveld í framkvæmd.
Núna eru margir heima hjá sér og eru að huga meira að heimilinu.
Þeir sem eru í einhverskonar framkvæmda pælingum þá er ég með mjög sniðugt ikea hack sem öll fjölskyldan gæti tekið þátt í. Þú færð manninn þinn í að redda plötunni fyrir þig hvort sem hún er í bílskúrnum eða það þarf að skreppa í timbursölu Bauhaus þar sem þú getur haldið hæfilegri fjarlægð frá starfsmanninum og lætur hann saga hana fyrir þig í þá stærð sem þú þarft.
Margir eiga afgangs prufu málningardollur eftir allt málningaræðið sem er búið að leggjast yfir landann undanfarna mánuði. prufudollurnar hrúgast upp og enginn veit hvað á að gera við þær. Mæli með að kíkja í geymsluna og taka fram fallegan lit og krakkarnir geta rúllað yfir plötuna.
Ef þú vilt mossdal myndahilluna í sama lit og platan sem er að mínu mati lang fallegast þá er hægt að pússa létt yfir hillurnar og mála svo.
Að lokum er svo bara að skrúfa hillurnar á plötuna á þann stað sem þér þykir fallegast. hægt er að festa hana á vegginn líka eða láta hana halla svona uppvið hann (sjá mynd)
Konan á heimilinu getur svo raðað fallegum skrautmunum í hilluna.
kosturinn við að festa hillurnar á plötu er að þá er hún færanleg, sem er mjög mikill kostur fyrir þá sem fá oft breytingaræði á heimilinu.

Hér eru tvær settar saman.

Hér er hillan sem ég gerði fyrir nokkrum mánuðum.
Þeir sem nenna ekki að sækjast eftir plötunni í Bauhaus og láta saga hana fyrir sig í rétta stærð og vita nákvæmlega hvar þeir vilja hafa hillrunar.
Þá er einnig mjög smart að taka bara einn vegg, oft er einn svona veggur á heimilinu sem enginn veit hvað á að gera við, mála hann í fallegum lit og pússa yfir mossdal vegghilur og mála í sama lit og veggurinn. Svo er hægt að raða fallegum tímaritum, bókum og punti. Það er líka ákaflega fallegt að hafa smá kertaljós í hillunum.

Grár veggur og gráar hillur undir bækur.

Einfalt og tímalaust

svartur veggur með svörtum hillum er líka töff.
Vonandi höfðuð þið gaman af þessu ikea hacki helgarinnar.
Skrifa athugasemd
Viltu taka þátt í umræðunni?Endilega skrifaðu athugasemd!