Íslensk heimili
  • Allar vörur
  • Væntanlegt
  • Heimilið
    • Bakkar
    • Blómapottar
    • Blómavasar
    • Heimilisilmir
      • Áfylling og eldspýtur
      • Ilmkerti
      • Ilmstangir
      • Mirins Copenhagen mist
      • Þvottasprey
    • Heimilisþrif
    • Kertastjakar
    • Ljós og lampar
    • Mottur
    • Myndir
    • Púðar og teppi
  • Blóm
    • Pottaplöntur
    • Blómapottar
    • Þurrkuð blóm
    • Blómavasar
  • Eldhús
    • Borðbúnaður
    • Glös
    • Heimilisþrif
    • Viskastykki
  • Þvottahús
    • Mýkingaefni
    • Þvottaefni
    • Þvottasprey
  • Baðherbergi
    • Baðsloppar
    • Handsápur/líkamsvörur
    • Handklæði
      • Baðhandklæði
      • Gestahandklæði
  • Svefnherbergi
    • Rúmteppi
    • Sloppar
    • Sængur og rúmföt
    • Koddasprey og þvottasprey
    • Ljós og lampar
    • Púðar og teppi
  • Fatnaður/töskur/skór
    • Fatnaður
    • Fylgihlutir
    • Inniskór
    • Skartgripabox
    • Töskur
  • Search
  • Menu Menu
  • 0 kr.
Blogg

Mini leirpottur fyrir afleggjara

Ég kíkti við í Blómaval í dag og rakst á þennan ótrúlega sæta mini leirpott. Hann er það lítill að hann passar í lófann minn.
Um daginn tók ég afleggjara af string of hearts plöntunni minni, því ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég bara aldrei tekið afleggjara af plöntunum mínum og langaði að prufa mig áfram.
Ætli þetta verði svo ekki eitthvað hobby og um alla íbúð eiga eftir að finnast hinir ýmsu afleggjarar í svona sætum mini pottum.

En hann var nú ekki svona á litinn þegar ég keypti hann ég málaði hann með prufumálningu sem ég hafði fengið um daginn, því það eru framkvæmdir í gangi í svefnherberginu. Við ætlum að mála einn vegg, en það getur verið vandasamt að finna rétta litinn. það er ótrúlega auðvelt að taka afleggjara af string of hearts plöntunni, maður bara klippir smá bút og hægt er að setja hann beint í mold en ég kaus að hafa hann í vatni í nokkra daga fyrst. Og viti menn það eru að koma fullt af litlum nýjum blöðum á hann.

Ég hef aldrei átt string of hearts plöntu, en ákvað að prufa að fjárfesta í einni, mér fannst þessi svo falleg því það er svona ljósbleikt ofaná sumum blöðunum. Ég er voðalega hrifin af hengiplöntum núna og plöntum sem eru með hvítum og grænum eða bleikum og grænum blöðum.

Svo við höldum okkur nú við efnið þá málaði ég pottinn og klippti afleggjarann aðeins til svo hann myndi ekki hanga langt fyrir neðan pottinn. Setti smá vikur í botninn og mold. Bleytti aðeins í henni og setti litil göt þar sem ég vildi setja afleggjarana.

Stakk afleggjurunum ofaní moldina og þétti frekar vel, setti svo örlítið meiri mold í lokin. Og þá er komin þessi ótrúlega fallega mini string of hearts planta.

 

Hversu cute

 

Það er svo gaman að leika sér með svona afleggjara og hægt er að finna allskyns litla sæta vasa eða potta til að hafa þá í. Um að gera að leika sér með þetta og hafa gaman af.

Þangað til næst!

Kveðja
Ágústa

Deila

  • Facebook
  • Pinterest
27. janúar, 2018/0 Comments/by Ágústa
Share this entry
  • Share on Facebook
  • Share on Pinterest
  • Share by Mail
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Velkomin á bloggsíðuna mína Ágústa heiti ég stofnandi vefverslunarinnar íslensk heimili. Ég hef gífurlega mikinn áhuga á hönnun, plöntum, mat og fallegum vörum. Njótið þess að lesa.

Leita

Nýlegar færslur

  • Mýkt og mildir litir inná heimilið3. júní, 2021 - 5:49 e.h.
  • Happy fluffy cloud29. maí, 2021 - 8:41 e.h.
  • Svala make over7. júní, 2020 - 11:53 f.h.
  • Instagram innblástur Leanne Ford27. mars, 2020 - 11:49 e.h.

Allar færslur

Facebook

Leitaðu hér…

íslensk heimili

Heimilisvöruverslun sem bíður uppá
vandaðar vörur fyrir þig og heimilið.

Við flytjum okkar vörur inn sjálf frá
hinum ýmsu löndum þ.á.m Danmörk,
Finnland, Frakkland og Ástralíu.

Þú getur verið viss um að fá
góð gæði í vörunum okkar,
því við leggjum áherslu á vörur
úr náttúrulegum efnum sem
fegra heimilið og gefa því hlýju.

Kíktu í heimsókn til okkar í Ármúla 42.

Hafðu samband

íslensk heimili
Ármúla 42
108 Reykjavík
s: 7772683

Reikningur

Banki 133 hb 26
Reikningur 200655
kt:620618-1520

Instagram

Fylgdu okkur.
og mundu að nota
#islenskheimili
þegar þú deilir myndum
með vörum frá okkur!

 

  • Instagram
  • Facebook

Síður

Allar vörur
Heimilið
Blóm
Eldhús
þvottahús
Baðherbergi
Svefnherbergi
Fatnaður/töskur/skór
Blogg
skilmálar

 

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum. Skilmálar um vafrakökur
@Copyright - Íslensk heimili
  • Instagram
  • Facebook
Planta vikunnar – Button fern Planta vikunnar Medinilla
Scroll to top