Þá er komið að næstu plöntu í planta vikunnar hjá mér. Ég er búin að vera mjög hrifin af því að kaupa mér litlar plöntur núna og heillast ég mikið af burknum. Móðir mín átti afar stóran og fallegan Boston fern burkna þegar ég var lítil. En ég hef verið að taka eftir nýjum tegundum af honum, já allavega nýjum fyrir mér þar sem ég hef ekki pælt mikið í þessari plöntu fyrr en núna nýlega.

Button fern, Maidenhair fern og Lemon button fern eru í uppáhaldi. Málið með Maidenhair fern er að það er svakalega erfitt að þóknast honum, heimtar vatn í sífellu og svo má helst ekki strjúka blöðin á honum því fita af fingrum manns getur skemmt blöðin. Hún er líka ekki kölluð diva of all houseplants fyrir ekki neitt. Ég hef keypt þrjár litlar Maidenhair fern og allar bregðast þær mér já eða ég þeim. en hún er ákaflega falleg, með fíngerð blöð sem minna á blúndu.

Maidenhair fern plantan mín

Lemon button fern er svo næsti burkni sem mér finnst ákaflega fallegur og fjárfesti ég í einum um daginn.
Hann er ákaflega lítill og fallegur en á eftir að stækka töluvert.

Lemon button fern sem ég keypti í Blómaval um daginn.

Svo er það Button fern sem ég ætla að taka fyrir hér að neðan, en hana sá ég fyrst á ferðalagi um Danmörku.
Mér til mikillar ánægju sá ég hann svo og alla þessa hér að ofan í Blómaval um daginn.

Button fern plantan mín

En hvernig er best að hugsa um þessar plöntur?

Tegund: Button fern öðru nafni The Pallaea rotundifolia á rætur sínar að rekja til Nýja sjálands og vex hún þar yfirleitt milli kletta í skógum. Þú þekkir hana á hringlaga leðurkenndum blöðum. Þegar þú fjárfestir í Button fern þá getur hún verið voðalega picky í fyrstu. Og það getur vissulega tekið smá tíma að finna út hversu mikla umönnun hún vill. En þegar þú hefur fundið út hversu oft hún vill vatn og hvar henni finnst best að vera þá á hún eftir að vera aðalsstjarnan á heimilinu.

Birta: Hún nýtur sín best í smá birtu en þolir einnig að vera á dimmum stað einsog t.d inni á baði.
Passa skal að hafa ekki button fern í sterku beinu sólarljósi.

Staðsetning: Button fern nýtur sín í hillu, á borði og sumir hafa sett hana í hangandi pott.

Vökvun: Það getur verið erfitt í fyrstu að finna nákvæmlega út hversu oft eða mikið vatn Button fern kýs. En mælt er með að láta moldina þorna örlítið milli vökvana og ekki láta hana liggja lengi í mjög blautri mold. Hægt er að fylgjast með blöðunum á henni en ef þau lafa mikið þá er hún þyrst.Gott er að stinga puttanum örlítið ofaní moldina til að finna hvort hún þarfnist vatns eða ekki.

Stærð: Hún getur orðið 20-30 cm há og um 30 cm á breidd þannig hún er ekkert voðalega plássfrek.

Afleggjari: Þegar tekinn er afleggjari af Button fern þá er gott að taka mjög beittan hníf og skera smá part af plöntunni og koma svo fyrir í nýjum litlum potti.

Er hún eitruð: Button fern er ekki talin vera eitruð börnum og gæludýrum.

Ég vona að ég hafi ekki ruglað ykkur of mikið með mismunandi týpum af burknum en mér finnst þær bara svo ótrúlega skemmtilegar plöntur. og langaði að nefna mínar uppáhalds. Þær þurfa ekki allar eins umönnun og getur munað örlitlu milli þeirra einsog t.d með raka og annað.

Vonandi hafið þið gaman af þessum nýja lið hér á blogginu.

kær kveðja
Ágústa

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.