Æðislega góð mexíkó kjúklingasúpa fyrir 3-5
Mexíkó kjúklingasúpa hefur lengi verið uppáhalds súpan mín, það er auðvelt að útbúa hana og svo er hún svo hrikalega bragðmikil og góð. Hvað er betra en að útbúa hana á svona köldum vetrardegi og kúra undir teppi.
Mig langar til að gefa ykkur uppskriftina og vonandi njótið þið hennar eins mikið og ég.
Það sem þarf er:
2x Hunt´s diced tómatar í niðursuðudós með garlic,oregano og basil (er í dósum fæst í bónus)
1-2 tsk tómatpúra frá hunt´s með garlic,oregano og basil
1 lítinn rauðan lauk
lítinn pela rjóma
handfylli af fersku kóríander
2 hvítlauksrif
1 rauð paprika
2 kjúklingabringur
6 miðlungsstórar kartöflur
2x miðlungsstórar gulrætur
1x gulur doritos poki
sýrður rjómi
rifinn ostur
1 tening klar boulion kraft
fiesta de mexico krydd frá pottagöldrum
smoked paprika krydd
örlítið cayenne pipar(fer eftir hversu sterk þið viljið að súpan sé)
oregano
salt/pipar
Aðferð:
Byrjið á að taka 2 dósir af hunt´s diced tómötunum, hellið í skál og maukið með töfrasprota.
Skerið kjúklinginn í bita og steikið á pönnu, hellið tómatmaukinu í miðlungsstóran pott og bætið kjúklingnum ofaní.
Skerið 1 lauk, paprikuna og saxið kóríander og hvítlauk og bætið útí pottinn.
Hrærið örlítið og bætið sirka 2 dl af vatni við.
Skrælið 6 miðlungsstórar kartöflur og skerið í litla teninga.
Skrælið 2 miðlungsstórar gulrætur og skerið í bita.
Bætið þessu svo útí pottinn og látið það sjóða saman með súpunni. Þegar það er búið að sjóða í smá tíma, bætið þá 1-2 msk af tómatpúru við. Næst skulum við snúa okkur að kryddinu, takið sirka ½ tsk af salti og örlítinn pipar. Sirka 1 msk af fiesta de mexico, 1 msk af oregano, og hálfa msk af smoked paprika. Síðan getið þið smakkað á súpunni og bætt við cayenne pipar ef þið viljið hafa hana heitari.
Bætið klar boulion kraft útí, og litlum pela af rjóma. Hrærið svo vel í súpunni og leyfið öllu kryddinu að blandast vel og súpunni að sjóða vel. Ég leyfi henni oft að malla í sirka 30 min áður en ég ber hana fram og bæti við kryddi ef ég vil bragðbæta meira eða bæti smá vatni ef mér finnst hún of sterk.
Gott er að leggja á borð á meðan súpan sýður. Setja Doritos í skál, sýrðan rjóma á borð og rífa ost niður eða kaupa tilbúinn rifinn ost í poka og bera á borð.
Þessi súpa er einstaklega bragðgóð og það má alveg leika sér svolítið með hana, setja t.d jalapeno bita fyrir þá sem þora, stundum hef ég líka notað ferskan rauðan chilli eða sett mexikó ost í hana. Sett fleiri tegundir af papriku t.d græna og gula. Bara það sem maður á til í ískápnum.
Svo þegar súpan er tilbúin þá er bara að bera hana á borð og njóta með bestu lyst.
Verði ykkur að góðu.
Mjög girnilegt! En hvaðan fást þessar fallegu svörtu skálar? ????
Sæl takk kærlega fyrir það :)
Ég fékk þær nú bara í góða hirðinum, það leynist margt þar.
kær kveðja
Ágústa