Myndirnar hennar Patriciju Dacic eru mættar!

Ljósmyndirnar hennar Patriciju Dacic eru engu líkar. Hún byrjaði ung að taka myndir og hefur alltaf myndavélina við höndina þegar hún ferðast og passar sig að missa ekki af neinum skemmtilegum smáatriðum sem verða á vegi hennar.

Patricja býr í Helsingborg ásamt hundinum sínum, í lítilli huggulegri íbúð. Hún hefur verið að mynda fyrir fatamerki í Svíþjóð, en einn daginn var vinkona hennar að skoða myndirnar sem hún hefur tekið og benti henni á að hún ætti að reyna að selja þær og koma sér á framfæri. Í dag hafa myndirnar hennar vakið mikla eftirtekt, og er mestmegnið af þeim seldar víða um Svíþjóð en þó líka í öðrum löndum.

Þeir sem hafa áhuga á að skoða bloggið hennar Patriciju, sem er að sjálfsögðu skreytt fallegum myndum, geta kíkt inn á http://fotografiboxen.blogspot.is/

Myndirnar koma í takmörkuðu upplagi og eru prentaðar á þykkan hágæða pappír. Stærðin er 50×70, og enginn rammi fylgir með myndunum. Ikea er með mikið úrval af þessari stærð af römmum þannig okkur fannst best að leyfa ykkur að ráða hvernig ramminn ætti að vera. Svo er mjög smart að hengja myndirnar upp með  þykkum svörtum klemmum sem fást t.d í fakó o.fl verslunum hér heima.

Hægt er að skoða myndirnar hennar Patriciju hér  https://islenskheimili.is/patricija%20dacic/

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.