Ítalskt kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og basil

Kjúklingapasta fyrir 4

 Ég eldaði ítalskan kjúklingapasta rétt á snappinu mínu islenskheimili um daginn. Þessi réttur er mjög einfaldur, ekki of mörg innihaldsefni, og hver sem er getur gert þennan rétt.

Hann er alveg tilvalinn í matarboðið þar sem þið viljið bjóða upp á góðan rétt sem er borinn fram á örskömmum tíma.

 

Það sem þarf er :

 2 kjúklingabringur

lítil krukka sólþurrkaðir tómatar

(ég notaði frá jamie oliver)

2 pokar ferskur mozarella

1 lítill rjómi

Tagliatelle pasta

(3-4 bolla, 5-6 rúllur)

smá olía

 

krydd:

1 teskeið papriku krydd

1 teskeið rauðar chilli flögur

(keyti mínar í sostrene grene)

smá salt

2 matskeiðar ferskur basil

3 hvítlauksrif

 

 

Aðferð:

 Byrjið á að sjóða Tagliatelle pasta í potti, ég skvetti oft smá ólífu olíu útí pottinn með vatninu til að pastað festist ekki saman. Setjið hvítlauksrifin í hvítlaukspressu svo hann verði mjög smár, ef þið eigið hana ekki þá er fínt að saxa hann vel niður.

Því næst tók ég sólþurrkuðu tómatana úr krukkunni (gott er að passa að olían úr krukkunni fari ekki með á pönnuna.)

Setjið smá ólífu olíu á pönnuna og setjið hvítlaukinn og tómatana á, steikið þar til þið finnið góðan ilm af hvítlauknum.

Takið svo tómatana af pönnunni og skellið kjúklingnum sem búið er að skera í miðlungsstóra bita á pönnuna, kryddið hann með smá papriku kryddi.

Meðan kjúklingurinn eldast í gegn er gott að skera sólþurrkuðu tómatana í minni bita, skera ferskan basil smátt niður og einnig mozarella ostinn.

Þegar kjúklingurinn er eldaður í gegn setjið þá tómatana, basil og mozarella ostinn útá og hrærið aðeins í, því næst hellið þið smá rjóma útá og hrærið í réttinum. Núna æti mozarella osturinn að bráðna og þykkja sósuna.

Núna ætti líka pastað að vera tilbúið. Síið það frá vatninu og skellið því útá pönnuna. Þegar að sósan fer að sjóða vel, og ef hún þykknar of mikið þá er gott að setja smá af vatni útá.

Kryddið með rauðum chilli flögum, smá salti og meiri basil ef þið viljið.

Ég skar svo baguette brauð í sneiðar og lét vera með, svo má auðvitað alltaf útbúa gott hvítlauksmjör og hafa á brauðinu og skella í ofninn.(átti bara ekki allt í það)

Hvítlaukssmjör:

Þegar ég geri gott hvítlaukssmjör þá set ég 50/50 rjómaost og smjörva og hræri vel saman í litla skál.

Saxa ferska steinselju og sirka 3 hvítlauksrif með í skálina og hræri vel.

Smá salt útá til að lyfta bragðinu upp og örlítið oregano.

Svo er þessu smurt á brauðið og rifinn ostur fer yfir og síðan inní ofn, og bakað þar til osturinn verður gylltur að lit.

 

Verði ykkur að góðu.

 

0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.