Ég bakaði þessa dásamlegu Gulrótaköku um daginn. Hún er tilvalin yfir sunnudagskaffinu, eða þegar gesti ber að garði. Uppskriftin er frekar fljótleg og auðveld.
Það sem þarf:
3 dl olía
3 dl hrásykur
4 egg
50 gr saxaðar valhnetur
6 dl hveiti
2 tsk matarsódi
1 msk kanill
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
300 gr rifnar íslenskar gulrætur
Krem
50 g smjör (passið að það sé búið að standa á borði og orðið mjög mjúkt)
250 gr rjómaostur
150 g flórsykur
1 tsk vanillusykur
Aðferð: Byrjið á að hræra saman olíu og sykri. Þar næst bætið við einu eggi í einu og hrærið vel. Takið aðra skál og setjið öll þurrefnin saman í skál og blandið vel. Bætið þurrefnunum saman við eggjablönduna. Því næst skaltu saxa valhneturnar smátt og hella útí blönduna ásamt rifnu gulrótunum.
Hitið ofninn á 180 °smyrjið miðlungsstórt bökunarform. fínt ef að deigið fyllir ekki formið alveg að toppi. fínt að skilja eftir pláss því kakan á eftir að lyfta sér vel. hellið deiginu í formið og bakið í 30-40 min eða þar til kakan hefur lyft sér vel og orðin gyllt að lit. Gott er að stinga gaffli eða prjón í miðjuna þegar hún fer að verða til, ef hann kemur alveg þurr úr kökunni þá er hún tilbúin. Takið kökuna úr ofninum, meðan hún kólnar þá er gott að útbúa kremið.
hrærið rjómaost og smjör mjög vel saman. Bætið vanillusykri go flórsykri saman við og hrærið mjög vel. þegar kakan er búin að kólna setjið þá kremið á. Ef kremið er sett of fljótt á þá gæti það lekið af kökunni.
Verði ykkur að góðu.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!