Ég hef lengi leitað af hinni fullkomnu möffins uppskrift. Hef prófað ýmsar og alltaf hafa þær orðið litlar og flatar. Þar til ég rakst á þessa fyrir mörgum árum síðan og úr ofninum komu hinar fullkomnu stóru djúsí möffins.
Uppskriftin sem ég set hér inn er af klassískum vanillu möffins með súkkulaðibitum. En þær eru einnig mjög góðar með eplabitum, möndluflögum og kanil.
Innihaldsefni:
1 og hálfur bolli All purpose hveiti
2/3 bolli sykur
3/4 tsk lyftiduft
3/4 tsk matarsodi
1/4 tsk salt
1 egg
1 bolli Ab mjólk
7 msk brætt smjör
1 tsk vanilludropar
3/4 bolli súkkulaðidropar
eða saxað 56% súkkulaði
(ég notaði frá nóa síríus)
 Smá slettu af mjólk
Aðferð:
Takið tvær skálar eina fyrir þurrefnið : Hveiti, sykur, lyftiduft, matarsóda og salt. í hina fer egg, sýrður rjómi, vanilludropar og smjör. Hrærið öllu vel saman í sitthvori skálinni, og hellið síðan sýrðum rjóma blöndunni yfir í skálina með þrrefnunum.

Bætið súkkulaðidropunum við og blandið öllu vel saman.

Ég nota stóran möffins bakka með plássi fyrir sex stórar möffins. smyr þær vel með smjöri og fylli formið sirka 3/4.
Bakist við 180 gráður í sirka hálftíma eða þar til möffins hefur lyft sér vel og orðnar gylltar að lit.
Verði ykkur að góðu.
Kær kveðja
Ágústa
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.