Mirins copenhagen er lítil sæt búð í Kaupmannahöfn.

jane er Aromatherapist sem leggur mikinn metnað í vörurnar sínar, þær eru bæði áhrikaríkar og eins hreinar og hægt er með mjög fáum innihaldsefnum.

Hún ákvað að nota kunnáttu sína og hæfileika til að búa til fimm ilmkjarnaolíu blöndur sem hafa góð áhrif á líðan okkar og húðina. Hún notar engin rotvarnarefni,óæskileg aukaefni né gervi ilmi. Eingöngu hreinar ilmkjarnaolíur og náttúruleg efni úr umhverfinu. Allar vörurnar eru handgerðar og svo eru pakkningarnar gerðar úr endurnýtanlegu efni.

 

úrvalið er mjög gott allt frá nuddolíum, ilmkertum, möskum og allskyns kit sem innihalda vörur eftir þörfum hvers og eins.

 

Body wash, skrúbbur, nuddolía og varasalvi úr calming línunni.

Umbúðirnar eru líka svo svakalega fallegar þannig maður hefði ekkert á móti því að láta þær standa á borði inná baðherberginu.

Ég get ekki beðið eftir að leyfa ykkur að prófa þessar lúxusvörur, svo er verðið á þeim svo gott. Mirins er orðið frekar þekkt merki og er það selt víða. Það hefur einnig birst í mörgum þekktum tímaritum og bloggarar dásama vörurnar og mæla hiklaust með þeim.

 

Kær kveðja
íslensk heimili

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.