Quesadilla fyrir 2

Ég myndi eiginlega segja það að mexikanskur matur sé í miklu uppáhaldi hjá mér, hann er bara svo hrikalega góður. Þessa quesadillu geri ég ef mig langar í góðan en fljótlegan mat. Uppskriftin er fyrir tvo en ekkert mál að stækka hana ef fleiri eru við matarborðið.

Það sem þarf í uppskriftina er:

1 kjúklingabringa
4-6 beikonsneiðar
litlar vefjur ( ég keypti heilhveiti)
ost
Gulan Doritos
kál
Gúrku
Tómata
Papriku
Avocado
Salsa sósu
Sýrðan rjóma

Krydd:

Chilli flögur
kóríander
salt og pipar
Kúmin
Smoked paprika
oregano
Töfrakrydd frá Pottagöldrum

Aðferð:

Byrjið á að skera bringuna langsum, þá er hún fljótlari að verða tilbúin. Setjið smá olíu á pönnu og steikið bringuna í gegn, kryddið létt með salti og pipar. Takið 4-6 beikonsneiðar og steikið á pönnu, takið svo til hliðar og skerið í litla bita.
Gott er að setja bringuna í skál og hún svo rifin með tvem göfflum. (lítur út einsog pulled pork)

Því næst er kryddblandan búin til, takið litla skál og setjið sirka matskeið oregano, matskeið smoked paprika, matskeið Töfrakrydd eða annað sambærilegt, smá salt og pipar, sirka matskeið kóríander og teskeið kúmin og smá chilli flögur. Athugið að ég slumpa oft bara í skálina, málin á kryddblöndunni eru ekki heilög. Kjúklingurinn er kryddaður og beikoninu blandað saman við.

Taktu tvær vefjur smurðu þær með Salsa sósu, ef þig langar að nota fljótlegu leiðina þá notaru tilbúna en ef þú vitl gefa þér meiri tíma í þetta þá er ekkert mál að búa til salsa sósu. (set uppskrift af henni síðar) þegar salsa sósan er komin á þá er kjúklingabeikon blanda sett næst og rifinn ostur.
Vefjunni lokað og meiri ostur settur yfir hana, inn í ofn á 200 gráður þar til hún er orðin gyllt að lit og osturinn orðinn krispy ofaná.

En á meðan vefjan er að bakast, þá er gott að leggja á borð. Skera grænmetið og búa til quacamole.

Quacamole

Mér finnst oft best að hafa það bara mjög einfalt, en ég set stundum smá kóríander og svona, fer bara eftir hvernig stuði ég er í.

1 stk Avocado skorið í tvennt, steininn fjarlægður og gott að kreista innihaldið í skál, stappa vel með gaffli, setja  litla tómatbita útí, salt og pipar, lime og smá chilli flögur. Hræra vel og bera fram.

Þá fer maturinn að verða til, ég set þetta beint á diskinn og opna vefjuna, passið ykkur hún er heit. set mulið osta Doritos inní loka aftur og hef salat, salsa, sýrðan rjóma og Quacamole við hliðiná. En kærastanum þykir betra að setja allt grænmetið inní vefjuna ásamt snakkinu.

Svo er bara borðað með bestu lyst.
Verði þér að góðu.

Kveðja
Ágústa

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.