Mýkt og mildir litir inná heimilið
Ég ætla að færa mýkt og milda liti inn á heimilin ykkar með þessari bloggfærslu. Einsog margir hafa tekið eftir er sand liturinn afar ráðandi í heimilisvöruverslunum í dag. En margir mála líka heimilin í þessum róandi jarðlit. Hann passar við allt og er alls ekki of frekur.
Þar sem ég er nýbyrjuð að blogga aftur þá ákvað ég að einblína meira á vöruúrvalið okkar og kynna ykkur fyrir því. Við erum með svo margt fallegt og glæný vörumerki sem sjást yfirleitt ekki hér heima. Þeir sem hafa komið í verslunina til mín og tekið smá spjall vita að ég pikka alveg sérstaklega út þær vörur og merki sem ég sjálf kolfell fyrir. Oft eru það vörurnar sem hafa eitthvað extra sem ég hef góða tilfinningu fyrir að munu falla í kramið hjá mínum viðskiptavinum. Margir spurja líka hvernig finnuru þessar vörur, en ég segi að oft koma þær bara til mín á einhvern hátt. Hvort sem ég sé glitta í eitthvað í sjónvarpsþætti, instagram, pinterest, bloggi og oft á tíðum man ég bara hreinlega ekki hvernig ég rakst á vöruna.
Ég setti saman myndaseríu af vörum sem mér þykir einstaklega fallegar, þó það sé nú erfitt að gera á milli. En þessi mýkt og mildir litir eru það sem koma skal í hönnun og færa ró og vellíðan inná heimilið þitt.
Við skulum kíkja á smá brot.
Ljósin á heimilinu skipta mjög miklu en birtan sem kemur frá Frönsku ljósunum er eitthvað annað.
Efnið kallast cotton gauze og er ómeðhöndlað rustic efni en þegar horft er á það virðist það vera mjúkt viðkomu en þegar komið er við það er það frekar gróft. Einstaklega falleg frönsk hönnun og handgert af tvem konum í Provence. skoða nánar hér: Chérie chérie
Hör er náttúrlegt efni og hefur verið afar vinsælt en okkur hlakkar mjög mikið til að fá nokkra liti af þessum látlausu púðum sem auðvelt er að raða í hvaða rými sem er og til að hafa hlutlausa púða með meira áberandi skrautpúðum. Settu hann í rúmið, sófann já eða barnaherbergið. Púðar og teppi
Létta, mjúka og hlýja Alpaca ullarpeysan frá gai lisva er svo hrikalega falleg. tvær litlar tölur eða neðst þannig auðvelt er að hafa hana hálflokaða eða bara opna. hægt að nota sem létta yfirhöfn yfir sumarið og í haust þegar fer að kólna aftur. við erum með fallegar flíkur frá Gai lisva sem má skoða hér: Fatnaður
Nýjasta viðbótin í verslunina er vörumerkið anno collection sem kemur núna um miðjan Júní. En gaman er að segja frá því að við erum með einkaleyfi á þetta frábæra merki sem hefur hlotið mikið lof í Finnlandi. Mildir litir, mjúk og náttúruleg efni einsog ull, bómull og hör.
Við byrjum smátt en bætum jafnt og þér við vöruúrvalið. En í fyrstu sendingunni fáum við þessi fallegu rúmteppi sem þú getur lesið meira um hér: Naava rúmteppi
Góður ilmur þegar gengið er inn á heimili skiptir miklu máli, ilmurinn skapar stemmingu og gefur í skyn persónuleika heimiliseigandans. mildur og léttur eða kröftugur og kryddaður þú finnur þinn ilm frá Malia, 45 klst brennslutími handgerð í Frakklandi og eingöngu náttúruleg innihaldsefni. malia
Mjúkur baðsloppur þegar kvölda tekur og maður vill slaka á eftir heitt og gott bað er algjört möst að mínu mati. þessi fallegi puro baðsloppur í sand lit frá anno kemur um miðjan júní, við getum ekki beðið svo fallegur.
Myndir á veggi er eitthvað sem hvert og eitt heimili má ekki vanta. En hún Tinna magg er mjög hæfileikaríkur íslenskur ljósmyndari sem ég hitt einn daginn hérna í versluninni, við áttum gott spjall og bað ég hana um að gera nokkrar myndir fyrir búðina. mildir róandi litir sem gleðja augað og fegra heimilið þitt. Eða tilvalin gjöf fyrir áhugamanneskjuna um fallega list og íslenska hönnun. myndir