Plöntur í glervösum með vatni í kemur ótrúlega vel út.
Ég vafra mikið um á netinu og fylgist mjög mikið með nýjustu trendunum og það sem ég hef rekist á undanfarið eru plöntur sem eru hafðar í glervösum með vatni í. Já fyrst fannst mér þetta svolítið undarlegt, en núna þegar ég er byrjuð að sjá meira og meira af þessu þá er þetta bara nokkuð flott. Eina sem þarf að huga að er að passa að skipta um vatn reglulega, til að plantan haldist fersk og fín.
Við skulum líta á nokkrar myndir af þessari snilldar hugmynd.
Það er allskyns úrval af glervösum í verslunum sem kosta ekki mikið og gaman gæti verið að hafa nokkra svona litla þykkblöðunga saman í hóp í misháum glervösum.
Fíkjutré eru í miklu uppáhaldi hjá mér, og er ég með eitt þannig heima og einnig í versluninni. Það sem heillar mig við þau er lagið á blöðunum, en það er frekar sérkennilegt en ákaflega flott. Svo getur fíkjutréð orðið mjög stórt, en ekkert mál að klippa þá bara af því. Það eru margir sem halda að ekki sé hægt að hafa sítrónu, fíkju og ólífutré inni hjá sér, en það er algengur misskilningur. það koma ef til vill ekki ávextir á það en þau eru bara svo flott, og skreyta rýmið mjög mikið.
Þeir sem eiga Pileu kannast eflaust við það vandamál að upp koma mjög mörg börn (litlir afleggjarar) Þá er mjög sniðugt að taka mismunandi litla glervasa og koma þeim fyrir þar. En svo var ég reyndar að heyra það að ef þú vilt að plantan þétti sig vel, þá á ekki að taka afleggjarana sem spretta upp í moldinni heldur leyfa þeim að vera.
Þetta er ótrúlega smart hugmynd og finnst mér þetta enn sniðugura fyrir þá sem gleyma að vökva blómin sín. Svo er bara eitthvað svo töff við það að láta sjást svona í ræturnar á plöntunni.
Kveðja Ágústa
Hvar kaupir maður vatnaplöntur
Sæl
vatnaplöntur eru bara venjulegar plöntur sem eru keyptar í mold í blómaverslunum. En það er tilvalið að prufa sig áfram.
Kaupa t.d lítinn burkna eða aðra plöntu sem þarf mikla vökvun. taka hana úr pottinum og dusta moldina vel af henni.
Setja svo í fallegan vasa með vatni og leggja ræturnar ofaní.