Planta vikunnar að þessu sinni er hin undurfagra Medinilla.
Ég sá hana fyrst þegar ég var að skoða instagram og varð bókstaflega dolfallinn. Þessi planta blómstrar svo hrikalega fallegum stórum bleikum blómum. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með henni vaxa og dafna. Mig var búið að langa mjög lengi í hana eða rúmlega ár, ég spurði oft fyrir um hana í blómaverslunum hér heima en hún var aldrei til.
Svo átti ég leið mína í Bauhaus og rakst þar á fjöldann allann af fallegum plöntum. Fannt þeir einmitt vera með plöntur sem ég hafði ekki séð í helstu blómaverslunum landsins. Ég ákvað því að spurja dreng sem ég sá að var að vinna í blómadeildinni hvort hann hafði einhverntímann pantað Medinillu. Hann sagði mér að svo hefði verið, en frekar langt síðan.
Hann var mjög áhugasamur og vildi endilega panta hana fyrir mig, eftir að ég sagði honum hversu erfitt væri að eignast þetta blóm hér á landi. Hann tók niður nafnið mitt og símanúmer og sagðist senda mér sms þegar hún kæmi. Rúmlega tvem vikum síðar fæ ég sms og bruna í verslunina. Fékk að fara bakatil á lagerinn og velja mér eina. Ég var einsog barn í leikfangaverslun. Hrikalega spennt og ánægð að taka þessa fallegu plöntu með mér heim.
Skoðum aðeins hvernig er best að hugsa um hana
Tegund: Medinilla er hitabeltisplanta sem getur orðið allt að einn og hálfur metri að stærð. Medinilla vex í hitabeltisskógum einsog orkedíurnar í holum trjáa og á þeim, En hefur verið ræktuð innandyra í hundruð ára. Hún er einnig kölluð Rose grape, philipinne orchid, Pink lantern plant eða chandelier tree. Seint á vorin eða í byrjun sumars byrjar hún að blómstra fallegum bleikum blómum sem hanga niður milli laufblaðanna. Hún getur blómstrað í allt að 6 mánuði.
Staðsetning og Birta: Medinilla þarf að vera á hlýjum stað og vill hafa raka í lofti til að halda lífi. Hún þolir ekki ef hitastigið fer niður fyrir 10 gráður. Best er að halda hitastiginu í 17 – 25 gráðum. Hún elskar hlýju frá sólinni en ekki að standa beint í sterku sólarljósi útí glugga. Gott er að halda henni í smá fjarlægð en þannig að hún fái góða birtu. Svo er gott að halda henni í köldu lofti á næturnar. Því það hjálpar henni að auka vöxt blómanna.
Vökvun: Ólíkt Orkedíum þá tekur Medinilla ekki raka og næringu gegnum loftrætur. Hinsvegar hefur hún stór falleg græn blöð sem heldur rakanum og næringu inní svipað og þykkblöðungar gera. Það er gott að vökva hana mjög vel einu sinni í viku. Einnig er gott að úða yfir hana reglulega með volgu vatni. Sérstaklega á þurrum köldum vetrardögum. Hún mun líka elska það ef þú ert með rakatæki í gangi á heimilinu, sérstaklega yfir vetrarmánuðinn. Haltu henni frá opnum gluggum eða hurðum þar sem mikill gegnumtrekkur kemur.
Stærð: Getur orðið allt að einn og hálfur metri að stærð.
Er hún eitruð: Medinilla er ekki eitruð.
Kveðja
Ágústa
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!