Íslensk heimili
  • 0Shopping Cart
  • Lagersala
  • Search
  • Menu Menu
Blogg

Helgarinnlit í Haga Svíþjóð

Helgarinnlit í ótrúlega hlýlega og notalega íbúð í Haga hverfinu í Stokkhólm.

Hún Emma er ótrúlega fær Innanhús hönnuður. hún lærði Innanhús hönnun í London og hefur unnið lengi í verslunum sem útstillingahönnuður, en í dag rekur hún sitt eigið fyrirtæki og tekur að sér hin ýmsu verkefni tengd innanhúshönnun.

Við skulum líta á nokkrar myndir af þessu skemmtilega húsi í Haga Stokkhólm.

Gaman að sjá hversu milda liti hún notar á veggina og heldur áfram að nota þá í t.d rúmfatnaði. Hér er ekki spilað með contrast heldur mýkt og þægilegt andrúmsloft.
Sjáið þið fallega gamla arininn. Algjör dásemd.
Ansi notalegt horn í svefnherberginu þar esm hægt er að slaka á og glugga í tímarit.
Viðarsnagar eru að koma sterkt inn þessa dagana.
Þegar litið er inn í eldhúsið þá tekur við þessa mýkt og notalegheit einsog við sáum í svefnherberginu.
Dimmbláar eldhúshurðarnar lífga uppá eldhúsið.
Falleg samsetning af eldhúsáhöldum og grænum plöntum og kryddjurtum.
þarna væri ansi notalegt að sitja og gæða sér á kaffibolla, horfa útum gluggann yfir barujárnsþökin og njóta.
Lítil stofa en allt til alls.
Gaman að sjá litlu detailana hér og þar um íbúðina. Mikið um náttúruleg element einsog leirpottar og jarðlitir.
Sófinn er fullur af fallegum púðum sem gott væri að hjúfra sig í með teppi og góða bók.
i bakhúsi er lítill sameiginlegur garður. ýmsar fallegar plöntur og notalegt umhverfi.

Þessi íbúð er nú ekki stór en gaman að fá hugmyndir og þá fannst mér sérstaklega gaman að sjá litavalið sem hún Emma notaði. Þessi mýkt og notalegheit sem einkenndu íbúðina dregur mann algjörlega inn í umhverfið og ég gæti trúað því að það væri ansi notalegt að hafa svona mjúka litapallettu um allt húsið sitt.

Hvað fannst þér?

Kær kveðja Ágústa

Deila

  • Facebook
  • Pinterest
2. febrúar, 2019/0 Comments/by Ágústa
Share this entry
  • Share on Facebook
  • Share on Pinterest
  • Share by Mail
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Velkomin á bloggsíðuna mína Ágústa heiti ég stofnandi vefverslunarinnar íslensk heimili. Ég hef gífurlega mikinn áhuga á hönnun, plöntum, mat og fallegum vörum. Njótið þess að lesa.

Leita

Nýlegar færslur

  • Mýkt og mildir litir inná heimilið3. júní, 2021 - 5:49 e.h.
  • Happy fluffy cloud29. maí, 2021 - 8:41 e.h.
  • Svala make over7. júní, 2020 - 11:53 f.h.
  • Instagram innblástur Leanne Ford27. mars, 2020 - 11:49 e.h.

Allar færslur

Facebook

í vefversluninni okkar finnur þú vönduð vel valin vörumerki með einstökum vörum sem fegra heimilið og gleðja augað.

Hafðu samband

íslensk heimili
islenskheimili@islenskheimili.is

Reikningur

Banki 133 hb 26
Reikningur 200655
kt:620618-1520

Instagram

Fylgdu okkur.
og mundu að nota
#islenskheimili
þegar þú deilir myndum
með vörum frá okkur!

 

  • Instagram
  • Facebook

Síður

Blogg
skilmálar

 

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum. Skilmálar um vafrakökur
@Copyright - Íslensk heimili
  • Instagram
  • Facebook
Ikea hack helgarinnar Góð ráð frá Leanne Ford
Scroll to top