Helgarinnlit í ótrúlega hlýlega og notalega íbúð í Haga hverfinu í Stokkhólm.
Hún Emma er ótrúlega fær Innanhús hönnuður. hún lærði Innanhús hönnun í London og hefur unnið lengi í verslunum sem útstillingahönnuður, en í dag rekur hún sitt eigið fyrirtæki og tekur að sér hin ýmsu verkefni tengd innanhúshönnun.
Við skulum líta á nokkrar myndir af þessu skemmtilega húsi í Haga Stokkhólm.
Þessi íbúð er nú ekki stór en gaman að fá hugmyndir og þá fannst mér sérstaklega gaman að sjá litavalið sem hún Emma notaði. Þessi mýkt og notalegheit sem einkenndu íbúðina dregur mann algjörlega inn í umhverfið og ég gæti trúað því að það væri ansi notalegt að hafa svona mjúka litapallettu um allt húsið sitt.
Hvað fannst þér?
Kær kveðja Ágústa
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!