Helgar innblástur

Svefnherbergið

Mér finnst mjög gaman að fletta í gegnum instagram og pinterst og geri það alveg reglulega. Ég ætla að skella inn myndum af innblæstri frá þessum stöðum og mun alltaf taka það fram ef myndirnar eru ekki frá mér.

Það er bara svo ótrúlega gaman að sjá falleg heimili og fá hugmyndir frá öðrum. Sjá möguleikana sem felast í því að raða saman húsgögnum og smáhlutum. Hvaða litir okkur finnst passa saman og leyfa myndunum að tala til okkar.

Í dag langar mig að sýna ykkur falleg svefnherbergi. Þar sem ég er sjálf í þeim hugleiðingum að fara að breyta því herbergi. Það verður einhvernveginn alltaf svolítið útundan hjá mér sem mig langar til að bæta. Er með gamlan höfuðgafl, sem er reyndar mjög fallegur en hann er svartur úr járni og mig langar að mýkja herbergið meira upp.

Við skulum líta á nokkrar myndir og láta okkur dreyma smá!

 

Dökkir veggir á móti hvítum hör rúmfötum, náttborði og myndum passar ótrúlega vel saman. ljósbrúni náttúrulegi liturinn í púðunum og teppinu gerir rúmið aðeins meira kósý. og svo er alltaf fallegt að hafa blóm í litlum vasa á náttborðinu.

 

Að hafa plöntur í svefnherberginu er algjört möst að mínu mati. þær lífga herbergið við og svo hreinsa þær svo vel loftið í svefnherberginu sem veitir okkur þar af leiðandi betri svefn.

 

Bleikt og svart fer hrikalega vel saman. Hverjum langar ekki til að hjúfra sig undir þessum fallegu sængurverum. Hér fær einfaldleikinn að njóta sín. Takið eftir hugmyndinni að stafla tímaritum upp fyrir náttborð.

 

Svona ljósir og náttúrulegir litir eru alveg að heilla mig fyrir svefnherbergið. Hör sænguver eru algjört möst þar sem gæðin eru svo dásamleg að þau verða að lífstíðareign. veita manni hita þegar kalt er í herbergnu og kæla mann þegar heitt er. Held ég hafi aldrei sofið eins vel og með hör sænguver.

 

Það er draumurinn að hafa risastóra himnasæng yfir rúminu. Það gerir herbergið svo draumkennt og fallegt. mynd frá patricija á veggnum sem við seljum hér hjá íslensk heimili fær líka að njóta sín.

 

Til að svefnherbergið fái að njóta sín þá eru nokkur atriði sem mér finnst skipta máli. Góðar hirslur/skápar undir fötin.

Ekki of mikið af myndum og dóti á glámbekk, sérstaklega ekki í litlum svefnherbergjum, þá getur það trufað augað þegar gengið er inn. Mjúkir litir sem hafa róandi áhrif á mann.

Fallegt og hlýlegt rúm, sem fær mann til að vilja leggjast undir sængina. Þá skipta sænguverin miklu máli. Ef maður vill hafa mikið af skrautpúðum og rúmteppi þá er gott að hafa t.d bast körfu á gólfinu undir það, svo það endi ekki á gólfinu þegar farið er uppí.

Planta er lika algjört möst, gefur svefnheberginu þennan hlýleika sem við viljum. Gott róandi ilmkerti og smá blóm í lítinn vasa á náttborðið er líka voða huggulegt.

Vonandi fannst ykkur þessi fyrsta færsla um heimilið áhugaverð og hlakkar mig til að skrifa um fleira tengt heimilinu.

Njótið.

Kær kveðja
Íslensk heimili

0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.