Svefnherbergið
Mér finnst mjög gaman að fletta í gegnum instagram og pinterst og geri það alveg reglulega. Ég ætla að skella inn myndum af innblæstri frá þessum stöðum og mun alltaf taka það fram ef myndirnar eru ekki frá mér.
Það er bara svo ótrúlega gaman að sjá falleg heimili og fá hugmyndir frá öðrum. Sjá möguleikana sem felast í því að raða saman húsgögnum og smáhlutum. Hvaða litir okkur finnst passa saman og leyfa myndunum að tala til okkar.
Í dag langar mig að sýna ykkur falleg svefnherbergi. Þar sem ég er sjálf í þeim hugleiðingum að fara að breyta því herbergi. Það verður einhvernveginn alltaf svolítið útundan hjá mér sem mig langar til að bæta. Er með gamlan höfuðgafl, sem er reyndar mjög fallegur en hann er svartur úr járni og mig langar að mýkja herbergið meira upp.
Við skulum líta á nokkrar myndir og láta okkur dreyma smá!
Til að svefnherbergið fái að njóta sín þá eru nokkur atriði sem mér finnst skipta máli. Góðar hirslur/skápar undir fötin.
Ekki of mikið af myndum og dóti á glámbekk, sérstaklega ekki í litlum svefnherbergjum, þá getur það trufað augað þegar gengið er inn. Mjúkir litir sem hafa róandi áhrif á mann.
Fallegt og hlýlegt rúm, sem fær mann til að vilja leggjast undir sængina. Þá skipta sænguverin miklu máli. Ef maður vill hafa mikið af skrautpúðum og rúmteppi þá er gott að hafa t.d bast körfu á gólfinu undir það, svo það endi ekki á gólfinu þegar farið er uppí.
Planta er lika algjört möst, gefur svefnheberginu þennan hlýleika sem við viljum. Gott róandi ilmkerti og smá blóm í lítinn vasa á náttborðið er líka voða huggulegt.
Vonandi fannst ykkur þessi fyrsta færsla um heimilið áhugaverð og hlakkar mig til að skrifa um fleira tengt heimilinu.
Njótið.
Kær kveðja
Íslensk heimili
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!