Heitasta trendið í dag eru glerveggir með svörtum ramma til að aðskilja rými innan íbúðar. Svona veggir eru hrikalega töff og gera ótrúlega mikið fyrir rýmið. Það verður einhvernveginn léttara yfir rýminu og svo skreyta þeir rýmið svo mikið, þeir verða að svona statement piece að mínu mati.
Sniðugt að aðskilja mjög stór opin rými með þeim, eða setja upp milli t.d svefnherbergis og stofu eins og þið sáuð í þessum bloggpóst frá mér Sunnudags innlit í 45 fm stundum er rýminu ekki lokað alveg heldur bara settur t.d hálfur glerveggur sem nær þá ekki að vegg til veggs.
Það er svo gaman að sjá svona ný trend poppa upp, við skulum fá smá innblástur með því að líta á nokkrar myndir.
Já heitasta trendið í dag er alveg að falla í kramið hjá mér, ef ég væri i framkvæmdahugleiðingum þá myndu svona veggir rísa upp hjá mér.
Kveðja
Ágústa
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!