Það er svo ótrúlega gaman að gleyma sér stundum við að skoða instagram, og sérstaklega ef maður er heppinn og finnur instagram síðu þar sem flest allar myndirnar veita manni innblástur.
Ég er með nokkrar skemmtilegar instagram síður sem ég kíki reglulega á og ætla ég að sýna ykkur plöntu áhugafólki hvaða instagram síður það eru, en dreifa þeim í nokkra pósta þar sem það eru svo margar síður sem ég fylgi. Kommentið endilega undir færsluna og segið mér hver ykkar uppáhalds plöntu instagram eru.
Mina Milanda
Falleg blómabúð í Noregi með um 18.000 fylgjendur. Þau selja einnig allskyns blómapotta og vasa frá mismunandi heimshornum sem allar eru handgerðar. Stundum hanna þau sínar eigin vörur ef þau hafa ekki fundið hana annarsstaðar til að flytja inn í verslunina. Maður getur sko alveg gleymt sér í að skoða fallegu myndirnar þeirra á instagram og einnig fallegu litlu videoin sem þau gera.
https://www.instagram.com/minamilanda/?hl=en
Little and lush
Anna er 24 ára gömul frá Sviþjóð og heldur úti instagram síðunni Little and lush. Myndirnar hennar eru einstaklega fallegar og sýna oft fallegar nærmyndir af plöntunum og einnig flottar uppstillingar. Hún er með yfir 28.000 fylgjendur á síðunni sinni.
https://www.instagram.com/littleandlush/?hl=en
Houseplant_fanatic
Þriðja og síðasta Plöntu instagram síðan sem ég ætla að sýna ykkur í dag er houseplant-fanatic frá henni Vivian Jespersen sem býr í Danmörku. Hennar markmið er að breyta íbúðinni sinni í frumskóg. Myndirnar hennar eru dásamlega fallegar en hún er frekar ný á instagram og er eingöngu með um 1200 fylgjendur og færri myndir en hinir, en ótrúlega gaman að fylgjast með síðunni hennar stækka.
https://www.instagram.com/houseplant_fanatic/?hl=en
Ég ætla að segja þetta gott í bili af Plöntu instagram síðum sem vert er að skoða. En mun að sjálfsögðu segja ykkur frá fleiri svona gullmolum síðar.
Kær kveðja
Ágústa