, ,

Velkomin

Ég vil byrja á að bjóða ykkur innilega velkomin í vefverslun og blogg íslensk heimili. Og um leið þakka fyrir mjög góðar viðtökur. við erum ótrúlega stolt og ánægð með hvernig síðan og viðtökur hefjast. washologi þvottaspreyin hafa slegið rækilega í gegn, enda snilldarvara. Okkar markmið er að veita ykkur góða þjónustu og vandaðar gæða vörur sem sjást ekki í öðrum verslunum hér á íslandi. Von bráðar mun bætast í vöruúrvalið.

Bloggið verður ansi áhugavert og vonum við að þið fylgist spennt með. Hér verður hægt að lesa um Heimilið, vörurnar okkar, uppskriftir og plöntur. Því jú ef þið hafið verið að fylgjast með snappinu okkar islenskheimili þá er ég mjög áhugasöm um plöntur og á skemmtilegt safn af þeim. Ætla að hafa fastan lið á snappinu sem heitir plöntuspjall. þar sýni ég hvernig á að umpotta plöntur, fer með ykkur í blómabúðir og ýmislegt fleira skemmtilegt.

Vona að þið látið sem flesta vita af okkur og fylgist spennt með komandi tímum.

Kveðja íslensk heimili.

0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.