Ég er að gera stóra pöntun á allskyns falleg þurrkuð blómum
sem ég mun setja saman í einstaka vendi sem fegra heimilið þitt, allt frá litlum
uppí stóra grand vendi. Ég tek einnig við sérpöntunum á vöndum þegar blómin koma
en ég verð með blóm sem ég hef ekki verið með áður og hlakka ég til
að sýna ykkur alla fegurðina sem kemur von bráðar. Fylgist með!