Recharge mist má nota sem frískandi heimilisilm og svo er yndislegt að spreya því yfir rúmföt og fatnað. Einnig er það hentugt sem Body mist.
Styrkleikur ilms: Miðlungs til mikill.
Recharge blandan eykur orku og losar um spennu. Blanda af fersku sítrónugrasi, hreinni sítrónu og öflugu engifer eykur kraft líkama og sálar með frískandi eiginleikum sítrónugrass og upplífgandi ilm af sítrónu og engifer til að losa um spennu. Fullkominn og mjög frískandi ilmur.
Allar vörurnar frá Mirins Copenhagen eru handgerðar í Kaupmannahöfn af Jane sem er lærð ilmkjarnaolíufræðingur. Allar umbúðirnar eru úr endurunnu efni. Vörurnar hennar eru ekki með neinum óþarfa aukaefnum.
Þær hafa hlotið mikla athygli og lof fyrir gæði og gott verð.