Calming mist má nota sem frískandi heimilisilm og svo er yndislegt að spreya því yfir rúmföt og fatnað. Einnig er það hentugt sem Body mist. Þessi ilmur er einstaklega mjúkur og góður yfir rúmfötin og koddann fyrir háttinn.
Styrkleikur ilms: Miðlungs
Calming blandan inniheldur blöndu af róandi lavender og upplífgandi Bergamont. Andaðu djúpt og láttu blönduna af Bergamont og Lavender róa þig og koma þér í náttúrulegt jafnvægi. Lavender var valið í blönduna vegna síns dýrmæts eiginleika og yndislega ilms. Það er þekkt fyrir kraft sinn til að bæta svefn og laga höfuðverk. Þegar Lavender er sameinað bergamont sem er talinn vera náttúruleg lækning við þunglyndi, þá gefur þessi róandi blanda þér fullkomið jafnvægi og slökun.
Allar vörurnar frá Mirins Copenhagen eru handgerðar í Kaupmannahöfn af Jane sem er lærð ilmkjarnaolíufræðingur. Allar umbúðirnar eru úr endurunnu efni. Vörurnar hennar eru ekki með neinum óþarfa aukaefnum.
Þær hafa hlotið mikla athygli og lof fyrir gæði og gott verð.