,

Rebelwalls

Ertu í breytingar hugleiðingum?

Er veggfóður að komast aftur í tísku? Þegar maður hugsar um veggfóður þá kemur alltaf upp þetta gamla frá því að maður var lítill, svaka munstur og appelsínugulir og grænir litir. afskaplega æpandi og því miður ekki fallegt.

Ég rakst á síðu sem heitir Rebelwalls.com sem sendir útum allan heim. Veggfóðrið er líka á ágætis verði svona miðað við úrvalið og mér sýnast gæðin hjá þeim vera nokkuð góð líka.

Það getur verið mjög flott að hafa veggfóður á einum til tvem veggjum heimilisins. T.d bakvið rúmið í stað rúmgafls. inní eldhúsi eða á gangi. Það er hægt að leika sér enfalaust með munstur og liti. Þessi síða bíður einnig uppá það að hanna sitt eigið veggfóður einungis með því að uploda mynd sem maður vill nota.

Ég týndi saman nokkur veggfóður sem heilluðu mig, við skulum líta á þau:

Veggfóðður með áferð einsog steypa, múrsteinar og fleira finnst mér mjög flott.
gamalt músteins look finnst mér virkilega töff, gefur rýminu svona industrial look.
Þeir sem eru ekki að fíla industrial look á múrsteinum geta þá frekar valið hvíta stílhreinni múrsteina.
Gamaldags flísar koma líka skemmtilega á óvart.
Annað munstur
Þetta er líka ákaflega fallegt í frönskum stíl.
Sama munstur bara í bleiku.
Yndislegt…

Kveðja

Ágústa

0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.