Planta vikunnar að þessu sinni er ólífutré

Ólífutré hafa verið mjög vinsæl á instagram og pinterest núna undanfarin ár. Þau prýða ýmis heimili og hafa sumir hér á landi nú þegar fjárfest í einu slíku.
Með vorinu koma ólífutré í sumar blómaverslanir en þau eru frekar sjaldgæf sjón hér á landi, eflaust vegna kuldans og lítillar birtu sem við fáum. En margir hafa verið að prófa sig áfram og haft þau innandyra í potti, sem hefur reynst mörgum vel.

 

Við skulum fara aðeins ítarlega í þessi fallegu tré.

Tegund: ólífutré koma frá heitum löndum einsog t.d ítalíu og spán. Þau vaxa þar villt í náttúrunni og geta orðið allt að 10 metra há. Það eru til mjög margar tengundir af ólífutrjám sem verða misháar en öll trén lifa í frekar þurru og heitu loftslagi. Blöðin eru fallega silfurgræn svolítið leðurkennd við viðkomu.

Staðsetning og birta: Gott er að staðsetja ólífutréð í birtumesta hornið í íbúðinni, það þarf allavega 6 klst af góðri birtu til að dafna vel. En vegna dimmu vetrarins þá hafa sumir notast við ræktunarlampa yfir vetrartímann fyrir plönturnar sínar. Oftast liggur vandamálið í lítilli birtu þegar plönturnar okkar dafna ekki velEf þau fá næga birtu þá eiga þau að lifa vel og lengi inni hjá okkur því loftið inni hjá okkur er frekar þurrt einsog í þeim löndum sem þau vaxa í.

Vökvun: Gott er að gefa ólífutrjám góða vökvun einu sinni í viku, og leyfa moldinni að þorna vel á milli vökvunar, því líður ekki vel ef ræturnar liggja lengi í mikilli bleytu. Passa verður að ofvökva ekki því þá er hætta á að ræturnar fúni.
Góð regla er að hafa gott dren í pottinum, og hafa pottinn nógu stóran til að gefa rótunum nógu mikið pláss til að vaxa.

Stærð: ólífutrén geta orðið allt að 10 metra há þar sem þau vaxa villt, en ólífutrén verða yfirleitt ekki svo stór í pottum innandyra. Þar sem ólífutrén vaxa ekki mjög hratt þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því að það yfirtaki allt heimilið. Einnig eru til dverg ólífutré sem eru ákaflega falleg og getur í raun verið auðveldara í umhirðu.

Er það eitrað: Nei ólífutrén eru ekki eitruð.

Fyrir hvern: Erfitt að segja nákvæmlega en myndi segja fyrir örlítið lengra komna en byrjendur í plöntu umhirðu.

Kær kveðja
Ágústa

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.