Nýtt íslenskt vörumerki By Embla

By Embla

Við erum ákaflega ánægð með að vera komin með vörumerkið By Embla í sölu í verslun og netverslun íslensk heimili.

Embla Sigurgeirsdóttir er keramikhönnuður sem útskrifaðist 2014 með BA(Hons) í Contemporary Applied Art frá the University of Cumbria í Englandi eftir að hafa lokið tveggja ára keramiknámi hér heima frá Myndlistarskólanum í Reykjavík.

Sumarið 2014 setti hún á fót vinnustofu ásamt hópi af hönnuðum og listamönnum í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem áður var starfrækt frystihús.

Embla vinnur í postulín og nýtir eiginleika þess í hönnun sína.  Hún notar sérstaka hnífa til að skera út og býr þannig til mynstur í verk sín en einnig notar hún þessa tækni til að þynna postulínið og draga fram gagnsæi þess.

Hún leggur áherslu á hreinar línur og notast við einfalda litapallettu.

 

Við erum komin með í sölu þrjár týpur af kertaluktum sem má skoða hér: https://islenskheimili.is/tilbod-2/

Embla býr einnig til blómavasa í ýmsum stærðum þeir koma innan skamms í netverslunina en hægt er að sjá þá í versluninni einsog er. Við erum mjög ánægð með ótrúlega góðar viðtökur við vörunum hennar.

Viljum bjóða þig hjartanlega velkomna í verslunina að skoða úrvalið. Ef þú hefur einhverjar spurningar þá má alltaf senda mail á islenskheimili@islenskheimili.is minnum einnig á að fylgja islenskheimili á instagram.

0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.