Nýtt í verslun Blóm í búnti

Nýtt í verslun

Við erum mjög ánægð með að geta boðið ykkur uppá æðislega nýjung í versluninni en núna getur þú komið á opnunartíma verslunar og valið þér fersk blóm í búnti.

Eucalyptus, Anemone, Brúðaslör og ýmsar vinsælar blómategundir munu vera til hjá okkur, en fer ávalt eftir árstíðum og framboði hverju sinni.

Þetta virkar þannig að þú getur valið þér blóm í búnti, eina tegund fyrir einfalda skreyingu í vasa eða jafnvel þrjú búnt með ólíkum blómum og setur sjálf saman þegar heim er komið. Ég get einnig aðstoðað þig við að setja saman einstakan vönd í versluninni sem passar fyrir vasann þinn.

Margir vita af helgarvendinum vinsæla en ég mun halda áfram að gera hann þegar eftirspurn er mikil og þegar ég hef tíma til að skella í nokkra vendi. Ég ætla að reyna mitt besta að setja þau blóm sem eru til hverju sinni hér inn í netverslunina en það er ávalt gott að koma við og skoða blómaúrvalið hverju sinni.

Mæli með að fylgja einnig islenskheimili á instagram og á facebook en þar er ég dugleg að setja inn myndir.

Ég elska að veita ykkur þessa extra þjónustu og hlakka til að taka vel á móti ykkur í íslensk heimili Ármúla 42.

0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.