,

No crap gourmet popcorn sagan

Tommy Jenssen stofnandi No crap goumet popcorn var eitt sinn staddur á Englandi þegar hann smakkaði í fyrsta skipti karmellu popcorn. Hann varð það heillaður að þegar hann kom heim til Danmerku og ætlaði að kaupa sér karmellu popp þá fann hann það hvergi. Honum til furðu þá var eingöngu hægt að fá popp með salti.

Þarna byrjaði ævintýrið hans Tommy, hann fór að gera tilraunir í eldhúsinu heima hjá sér, og gerði margar tilraunir til að búa til hið fullkomna karmellu popp. í fyrstu tilraun þá brann poppið það mikið að konan hans Tommy varð að segja bless við uppáhalds pottinn sinn. En Tommy lét þetta ekki stöðva sig og hélt óþreyjufullur áfram.

Hann keypti nýjan pott handa konunni og byrjaði aftur. Eftir u.þ.b 500 tilraunir þá varð loksins til stökkt, gyllt karmellu popp með heimsins besta salti Læsøsalt. No crap goumet popcorn var orðið að veruleika.Hann fékk Michael Kristenssen til liðs við sig, og í dag er fyrirtækið orðið mjög stórt og selja þeir poppið til margra landa.
Þeir eru líka stöðugt að þróa nýjar bragðtegundir, þó að fyrirtækið hafi stækkað mikið þá er poppið ennþá handgert í lítilli verksmiðju í vendyssel í Danmörku.

Þeir segja að ef þú kallar eitthvað gourmet, þá á það að vera gourmet!

íslensk heimili er eina verslunin hér á landi sem selur No crap gourmet popcorn. Hægt er að velja um 6 bragðtegundir hjá okkur og ekkert mál að koma við og smakka!

Kveðja
Ágústa

0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.