Moodboard svefnherbergi

Í dag ætla ég að gefa ykkur hugmynd að fallegu svefnherbergi.

Þegar kemur að breytingum á heimilinu, þá er voða gott að gera svona moodboard. Margir vita hvað það er, en fyrir þá sem ekki vita þá skal ég útskýra fyrir ykkur.

Það sem felst í Moodboardi er að týna saman myndir hvort sem það er af netinu eða tímaritum. Mér þykir þægilegt að notast við pinterest og vista myndirnar þar eða í tölvunni. Margir fá líka mikinn innblástur af instagram og ýmsum bloggum.

Þegar á svo að fara að breyta á heimilinu getur verið voða gott að týna saman fallegar mydnir og raða þeim upp í word eða öðru forriti. Þá færðu upp þessa heildarmynd og sérð hvað passar og hvað passar ekki saman. þú getur notað liti, húsgögn, litla smáhluti, plöntur, textíl og hvað sem þér dettur í hug, en allt það sem þú munt vilja hafa í rýminu.

Hvaða stemmingu ertu að leitast eftir? viltu hafa svart og hvítt og svolítið töffaralegt. Hlýlegt og rólegt andrúmsloft eða jafnvel blúndur og meiri rómantík. þetta getur verið auðvelt að finna út með því að raða myndunum upp á einfaldan hátt.

Ég tók saman myndir í eitt moodboard, sem er afskaplega hlýlegt og mikil ró fylgir því. Við skulum líta betur á hvaða liti og hluti ég notaðist við:

Ég vildi hlýlegan en frekar dökkan lit á alla veggina í svefnherberginu, mér þykir ákaflega fallegt að nota málninguna á alla veggi rýmisins og helst á loftið líka. Svartur hefur verið voða vinsæll en mér fannst þessi dökkgræni passa mjög vel fyrir svefnherbergi. Græni liturinn heitir Rainy afternoon og er frá Benjamin Moore sem er ný málningarvöruverslun í Auðbrekku 20 Kópavogi, þeir veita einstaklega góða og fagmannlega þjónustu svo er úrvalið hjá þeim með því mesta hér á landi.

Þegar velja á loftljós í svefnherbergi þá skiptir máli að það gefi frá sér fallega birtu og alls ekki of skæra, betra er að hafa kastara sem lýsa t.d inní fataskáp til að sjá fötin vel. Hör ljós eru ákaflega falleg og veita rýminu þessa hlýlegu stemmingusem margir kjósa í svefnherberginu sínu. Hör loftljósið færðu hjá íslensk heimili hægt er að skoða það nánar hér: https://islenskheimili.is/shop/allar-vorur/loftljos-hvitt/

Rúmfötin skipta miklu máli og er hörið að koma rosa sterkt inn. Kosturinn við hör rúmföt er að þau eru úr svo náttúrulegu efni að þau veita líkamanum hlýju þegar kalt er í herberginu og eins kæla þau hann þegar heitt er í herberginu. Þau anda mjög vel og gefa manni góðan svefn. Svo er endingin frábær. Lakið skiptir einnig máli en það er hægt að fá lak sem leggst yfir rúmið og fellur niður á gólfið, þetta lak er einnig úr hör og er einstaklega notalegt að sofa á því, mjúkt og gott.

Rúmfötin og lakið færðu í Verslun íslensk heimili en þau eru frá yndislegu merki sem heitir Tell me more.

Til að gera rúmið enn notalegra þá eru stórar himnasængur algjör draumur. Þessi hér kemur í verslunina síðar á árinu. leyfum myndinni að njóta sín…

Til að gefa rýminu meiri karakter þá er myndin frá henni Patriciju dacic æðisleg. Hún er í stærð 100×100 og passar fullkomnlega fyrir ofan rúmið.

Hægt er að skoða mydnirnar hennar hér: https://islenskheimili.is/myndir/

Ég sé alveg fyrir mér svona gróf náttborð sitthvorum megin við rúmið með grófum flottum potti og fallega plöntu. Á hitt borðið væri svo fallegt að hafa snarkandi ilmkerti frá Hing organics. /https://islenskheimili.is/ilmkerti/

Það er ákaflega gaman að leika sér að búa til Moodboard og manni langar alltaf til að snúa öllu heimilinu við þegar vel heppnast.

Vonandi höfðuð þið gaman af þessari bloggfærslu og fenguð einhverjar hugmyndir.

Kær kveðja Ágústa
0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.