,

Moodboard fyrir svefnherbergið mitt

það fer að koma að því að mála vegg í svefnherberginu og gera það aðeins huggulegra. Ég gerði annan bloggpóst hérna um svefnherbergið en ætla núna að sýna ykkur moodboard fyrir breytingarnar og sýna ykkur svo myndirnar síðar þegar ég er búin að mála og gera fínt.

 

Ég ætla í Sérefni og finna fallegan lit á vegginn og er ég með grágrænan í huga en gæti jafnvel skipt um skoðun þegar valkvíðinn tekur yfir. Ég á ljósgráar hörgardínur sem eru í stofunni og er að spá að færa þær yfir í svefnherbergið. Þessi fallega mynd er komin á vegginn og er hún innblásturinn fyrir litapalletuna í herberginu.

Mig langar bara að hafa mjúka fallega tóna sem lætur mér líða vel í svefnherberginu.

Sýni ykkur útkomuna eflaust í febrúar mánuð, en þeir sem vilja fylgjast með breytingum á heimilinu geta addað mér á snapchat islenskheimili.

kveðja
Ágústa

0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.