,

Heitasta Trendið Steypa

Heitasta trendið þessa dagana er steypt gólf eða veggir sem búið er að mála með steypumálningu.

Það er ansi spennandi að fylgjast með komandi trendum á árinu, þar á meðal er þessi snilldarmálning sem kallast Kabe Copenhagen og er fáanleg hér á landi í verlsuninni Willamia.  Einnig held ég að netverslunin Kabecopenhagen.com sendi útum allan heim. Málninguna er hægt að fá með grófri eða sléttri áferð og í mörgum litum.

Þegar fólk heyrir orðið steypa, þá verður kuldalegt og hrátt oftast það fyrsta sem kemur upp í huga manns. En þegar þú notar málninguna t.d í hlýjum tónum einsog grænum og djúpum rauðum og blandar svo plöntum inn í rýmið, við og notar einmitt þessar andstæður í rýminu þá myndast heildarmynd sem gefur frá sér mikinn hlýleika.

Efnið má einnig nota á gólf, á borðplötur og fleira. Ég mæli með að afla mér nánari upplýsinga um vöruna á heimasíðunni þeirra
sem er að finna með því að ýta á linkinn: https://www.kabecopenhagen.dk/

 

Græni liturinn í Kabe Copenhagen finnst mér einstaklega fallegur og hlýr. Þið sjáið að ekki er mikið í gangi á myndinni, ein hilla, planta og sófi en rýmið er samt sem áður einstaklega hlýlegt og notalegt.

 

Dimmrauðir tónar verða mjög inn á næstunni. Hann passar einstaklega vel með gráum tónum.

 

Grár er alltaf klassískur og líkist mest hrárri steypu. Gráa litinn getur þú fengið í bæði ljósum og dökkum tónum frá Kabe Copenhagen.

 

Það er hægt að fá fullt af innblæstri á instagram síðunni þeirra Kabe copenhagen og einnig er sniðugt að fletta þeim upp á youtube, þar er á meðal annars þetta video hér: https://www.youtube.com/watch?v=iLcYavpegxY fyrir þá sem eru áhugasamir um að sjá hvernig skal nota efnið á veggi.

Ég hef mikið verið að skoða ýmsar útfærslur af steypumálningu og hvað er hægt að gera með hana. Mér finnst mjög fallegt að nota hana á gólfið. En til að toppa það alveg þá hef ég verið að sjá fólk stensla munstur yfir.

Lítum á nokkrar myndir til að gefa okkur innblástur, það er alveg spurning hvort fólk leggi í þessa vinnu því ég gæti trúað því að þetta sé ansi tímafrekt. En kannski í lítið rými!

 

Ég elska þetta look! Hér er munstrið ekki of stórt, svo finnst mér fallegt hvernig það þekur ekki alveg allt gólfið og virkar svona einsog það sé orðið soldið gamalt.

 

Fallegast þykir mér að hafa litina ekki of dökka, helst ekki svart og hvítt á gólfinu heldur meira útí mildari tóna. Þessi mynd hér að neðan kemur einstaklega vel út. Það getur orðið ansi gervilegt eða bara lookað of mikið að hafa mjög mikið munstur og mjög mikinn contrast.

En auðvitað er smekkur manna misjafn og margir sem myndu frekar kjósa hinn möguleikann.

 

 

 

Hér er aðeins dekkri tónn notaður en samt svona hlýr blár sem kemur ótrúlega vel út. Það er hægt að fá svona stensla í netverslunum og hér fann ég eina:https://www.royaldesignstudio.com/products/lisboa-tile-stencil þessi sendir til íslands.

Þetta er verkefni sem ég gæti vel hugsað mér að prófa einn daginn, og gaman væri að heyra frá ykkur sem hafið farið útí þessa tilraun.

Kveðja
Ágústa

 

0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.