Heimsending heim að dyrum á Föstudögum

Við erum ávalt að endurskoða þjónustuna okkar og hvernig við getum bætt hana þannig að sem flestir geti nýtt sér hana.

Einsog þið vitið hefur helgarvöndurinn verið keyrður frítt heim að dyrum á Föstudögum eftir kl 18 en eftir að við fluttum verslunina þá höfum við þurft að minnka það niður í fyrsta Föstudag hvers mánaðar.

Við viljum endilega geta boðið uppá þessa þjónustu áfram en til að þetta gangi upp þá verðum við að bæta 500 kr sendingarkostnaði við, við reynum auðvitað að halda gjaldinu í lágmarki. En aftur á móti getum við boðið ykkur uppá þessa þjónustu alla Föstudaga núna eftir kl 18. Þetta gildir ekki eingöngu um blómin heldur allar vörur í netversluninni. Margir hafa nýtt sér þjónustuna sem búa úti á landi og eru að senda gjafir til ættingja eða vina hér í Reykjavík.

Þá er ekkert mál að pakka inn gjöfinni og þessvegna skrifa á kort sem við seljum.

Við viljum gera okkar besta til að veita ykkur sem bestu þjónustuna og vonum að þessar fréttir fari vel í ykkur.

0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.