Fellum niður sendingarkostnað með póstinum tímabundið

Vegna ástandsins þá höfum við ákveðið að fella niður allan sendingarkostnað þegar pantað er með póstinum.

Minnum á að verslunin okkar er opin einsog venjulega og erum við með einnota hanska og spritt í verslun.
Verslunin er þrifin reglulega bæði yfirborð og gólf.

En þeir sem vilja geta nýtt sér netverslunina okkar og fengið sent frítt með póstinum eða valið að fá vöruna heim að dyrum eftir kl 18 á Föstudögum gegn vægu gjaldi en þá keyrum við vöruna sjálf út. Þú getur fengið hvað sem er í heimsendingunni en við erum einnig með plöntur og afskorin blóm sem við erum að fara að bæta inn í netverslunina.

Hlökkum til að aðstoða þig, hvetjum þig til að senda okkur skilaboð á mailið okkar islenskheimili@islenskheimili.is
Einnig er hægt að senda skilaboð á facebook og instagram ef þú hefur einhverjar spurningar.

0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.